Sorpkvarnir ekki umhverfisvænar á Íslandi

Sorpkvarnir eru ekki umhverfisvænar á Íslandi, landvernd.is
Sorpkvarnir eru ekki umhverfisvænar á Íslandi. Umhverfisvænna væri að gera moltu sjálfur eða senda lífrænan úrgang til moltugerðar hjá þjónustuaðilum.

Sorpkvarnir hafa ekki náð mikilli útbreiðslu á Íslandi, en þó eru þær til staðar í mötuneytum og á sumum heimilum. Kvarnirnar virka þannig að þær tæta niður matarleifar og senda þær beint út í fráveitukerfið. Umhverfisvænna væri að gera moltu sjálfur eða senda lífrænan úrgang til moltugerðar hjá þjónustuaðilum.

Stefán Gíslason fjallaði um sorpkvarnir í pistli sínum í samfélaginu á Rás 1. Hann segir m.a.

Stærsti gallinn við sorpkvarnir er líklega sá að með því að senda matarleifar í gegnum þær og út í fráveitukerfið tapast þær auðlindir sem búa í þessum leifum. Þetta er sérstakt áhyggjuefni í landi eins og Íslandi þar sem eyðing gróðurs og jarðvegs eru meðal alvarlegustu umhverfisvandamálanna. Í svoleiðis landi er í raun bráðnauðsynlegt, bæði fyrir vistkerfi og hagkerfi, að nýta það lífræna efni sem til fellur sem jarðvegsbæti, hvort sem það er til uppgræðslu eða áburðar á gróið land. Og svo er líka hægt að fá úrvals eldsneyti í kaupbæti.

Stefán Gíslason Samfélagið, 26.janúar 2017

Hér má hlusta á pistilinn í heild sinni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd