Hvernig á að skipuleggja strandhreinsun?
Góð skipulagning eykur líkur á vel heppnaðri strandhreinsun. Sjá einnig: Fyrir hreinsun og Á meðan hreinsun stendur.
Eftir hreinsun
Að lokinni hreinsun skal þakka þátttakendum og segja umheiminum frá afrekinu.
Hvettu sjálfboðaliðana til að birta myndir úr hreinsuninni á samfélagsmiðlum. Nota má myllumerkin #hreinsumisland #strandheinsun #landvernd #hreinthaf.
Ekki láta þitt eftir liggja
Gangið í skugga um að hópurinn skilji ekki neitt eftir á svæðinu og skilji við það í betra ástandi enn þegar hann kom.
Komið ruslinu í réttan farveg
Komið ruslinu á þann stað sem ákveðinn var í undirbúningi strandhreinsunar.
Mögulega hefur verið ákveðið að hreinsihópurinn beri ábyrgð á flutningi þess sem safnast á endurvinnslustöðvarnar. Í stærri hreinsunum gæti þurft að fá gám á svæðið. Það getur verið kostnaðarsamt og því gæti þurft að leita styrkja hjá fyrirtækjum eða sveitarfélögum í slíkum tilvikum.
Kærar þakkir
Sendu þakkir á þátttakendur í hreinsuninni! Takk fyrir að taka þátt!