Málssókn gegn íslenska ríkinu: Krafa um að strandsvæðisskipulag Austfjarða verði fellt úr gildi

Landvernd ásamt öðrum náttúruverndarfélögum hefur verið mótfallin uppbyggingu sjókvíaeldis í Seyðisfirði vegna neikvæðra áhrifa starfseminnar á náttúru og lífríki.
Landvernd og Seyðisfirðingar krefjast ógildingar á strandsvæðisskipulagi Austfjarða fyrir dómi.

Landvernd, ásamt sex hagsmunaaðilum frá Seyðisfirði, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu þar sem þess er krafist að strandsvæðisskipulag Austfjarða verði fellt úr gildi.

Í stefnunni er sýnt fram á að:

  • Ríkið hefur ekki skipulagsvald yfir öllu skipulagssvæðinu.
  • Verulegir ágallar eru í valkostagreiningu.
  • Rangar niðurstöður eru í umhverfismati.
  • Brot á náttúruverndarlögum.
  • Brot á lögum um vitamál.
  • Brot á lögum um fjarskipti og fleira.

Landvernd hefur ásamt öðrum náttúruverndarfélögum verið mótfallin uppbyggingu sjókvíaeldis í Seyðisfirði vegna neikvæðra áhrifa starfseminnar á náttúru og lífríki. Við það bætist eindregin andstaða mikils meirihluta heimafólks en könnun sem sveitarfélagið lét framkvæma sýndi að 75 prósent íbúa Seyðisfjarðarbæjar eru mótfallin sjókvíaeldi í firðinum.

Þá hefur verið sýnt fram á fjölmarga ágalla á strandsvæðaskipulaginu sem gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í firðinum. Fjörðurinn er þröngur og sjókvíaeldið þrengir verulega að siglingaleiðum ásamt því að það teygir sig inn á helgunarsvæði FARICE sæstrengsins sem er ein mikilvægasta fjarskiptatenging Íslands.

Lög og reglugerðir um fjarskipti og öryggi sæfarenda eru brotnar í skipulaginu og þess vegna er þess krafist að skipulagið verði fellt úr gildi.

Lögverndarsjóður náttúru og umhverfis hefur safnað fjármagni til málsóknarinnar en það er sjóður sem stofnaður var í því skyni að veita fjárhagsstuðning til að fá úrlausn vegna lögfræðilegra álitamála er snerta náttúru og umhverfisvernd. Enn er hægt að leggja málinu lið inn á reikning sjóðsins sem er:

Reikningsupplýsingar: 

0344-13-030252, 

Kt 630802-2370

Þá mun söfnun Aegis, sjálfseignarstofnunar sem Björk Guðmundsdóttir og nokkur náttúruverndarsamtök komu á fót til fjáröflunar gegn sjókvíeldi, verða bakhjarl málsóknarinnar. Allur ágóði sem fæst vegna útgáfu lags sem Björk samdi og Rosalia syngur með henni fer til Aegis ásamt því að Aegis mun ráðast í herferð sem hvetur fólk til þess að styrkja málstaðinn.

Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Orkuskiptahermir

Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Opna...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd