Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Eitt verkefnanna var stuttmynd sem gerð var af nemendum í Tækniskólanum.
Strákarnir Aron Eiður, Egill Andri, Gabríel Andri, Óðinn og Tryggvi Páll eru 17 ára og voru á fyrsta ári þegar þeir gerðu stuttmyndina. Hún sem tengist 12. markmiði heimsmarkmiðanna, ábyrgri neyslu og framleiðslu.
Stuttmyndin þeirra sýnir strák leiðrétta fyrir óumhverfisvæna hegðun sína eftir að hafa fengið innblástur í skólanum.
Sjáðu stuttmyndina hér fyrir neðan!