Á rennur framhjá birkiskógi og reynitré á Mýrum.

Styttri frestir vegna friðlýsinga og kortlagning víðerna

Umsögn um breytingar á lögum um náttúruvernd. Mikilvægt er að stytta fresti til umsagna vegna friðlýsinga og að leggja skyldu á ráðherra um að víðerni verði kortlögð. Ekki er gengið nógu langt í þessu frumvarpi í þá veru.

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, mál 276 send Nefndarsviði Alþingis 27. nóvember 2020.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreind áform og styður þær breytingar sem fyrirhugað er að gera. Stjórnin vísar til umsagnar sinnar um áform og drög sem frumvarp þetta byggir á (dags. 14. ágúst) og (4. sept 2020).1

Stjórn Landverndar vill ítreka það sem fram kom í umsögn samtakanna frá 14. ágúst 2020 um náttúruminjaskrá og frest Umhverfisstofnunar til þess að skila tillögum til ráðherra. Núverandi tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa verið til meðferðar hjá Umhverfisstofnun í 2 og hálft ár og enn hefur tillögunum ekki verið skilað til ráðherra þannig að hann geti lagt þær fyrir Alþingi.

Landvernd ítrekar einnig sjónarmið sín um að heimildir til þess að veita undanþágur frá friðlýsingarskilmálum verði hertar.

Að skerpa á skyldu um kortlagningu víðerna er mjög þarft. Stjórn Landverndar styður þá útfærslu sem var í frumvarpsdrögunum í samráðsgátt um að kortlagningin sé á ábyrgð ráðherra og telja samtökin núverandi framsetningu um reglugerð allt of veika.

Landvernd telur fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum vera til bóta en jafnframt að þær gangi of skammt.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

1 Landvernd (2020). Nauðsynlegt að stytta umsagnartíma friðlýsinga. sótt af https://landvernd.is/naudsynlegt-ad-stytta-umsagnartima-fridlysinga/ 4. sept 2020

Nýjustu umsagnir Landverndar

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.