Borgarnes_adalskipulag_landvernd_vefur

Aðalskipulag Borgarbyggðar – skipulag og matslýsing

Landvernd sendi Borgarbyggð umsögn um skipulag og matslýsingu fyrir aðalskipulag Borgarbyggðar 2025 - 2037 og óskar sveitarfélaginu velfarnaðar við vinnslu þess. Borgarbyggð er hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins

Í umsögn er bent á mikilvægi þess að tekið verði í ríkara mæli tillit til náttúruverndar, en markmið um meðferð verndarsvæða innan sveitarfélagsins eru óljós. Um leið er Borgarbyggð hvött til þess að vernda þau fjölmörgu svæði sem til þess eru fallin, til þess að draga fram sérstöðu svæðisins. 

Í dreifbýli Borgarbyggðar er sívaxandi eftirspurn eftir landi til margvíslegrar uppbyggingar og hvetur Landvernd sveitarfélagið til þess að móta skýra stefnu og skilgreina landnotkun svo mæta megi auknu álagi, þar sem varúðarsjónarmið gagnvart umhverfi og náttúru verði höfð að leiðarljósi. 

Í kafla um náttúruvernd kemur fram að gerð verði grein fyrir friðlýstum svæðum í aðalskipulagi og þau sýnd á skipulagsuppdrætti en að horft verði til um endurskoðun á friðlýsingarskilmálum.

Landvernd hvetur Borgarbyggð til að friðlýsa ný svæði sem til þess eru fallin og stækka þau sem þegar eru til staðar með framtíðarhag komandi kynslóða að leiðarljósi. Sveitarfélagið er víðfeðmt og mörg svæði til staðar sem sveitarfélagið er hvatt til að rýna með tilliti til friðlýsinga.

Sérstöðu verði ekki fórnað fyrir vindorkuver

Þá leggur Landvernd sérstaka áherslu á að hafnað verði hugmyndum um að landbúnaðarsvæði og óbyggð svæði verði gerð að stórtækum iðnaðarsvæðum þar sem landnotkun er ósjálfbær. Vindorkuver breyta ekki bara upplifun og ásýnd lands, heldur hafa þau afgerandi neikvæð áhrif á stærri landslagsheildir og víðerni.

Heiðarlendur Borgarbyggðar geyma fjölbreytt og viðkvæm vistkerfi sem yrðu fyrir varanlegum skaða ef nýtt aðalskipulag skilgreindi þær sem iðnaðarsvæði fyrir vindorkuver. Mikilvægt er að teknar verði vel ígrundaðar ákvarðanir sem láta ekki undan þrýstingi hagsmunaafla, heldur verða samfélagi og náttúru fyrir bestu. Ferðaþjónusta á svæðinu og vindorkuver fara t.d. ekki vel saman. 

Loftslagsmál í Borgarbyggð

Sveitarfélagið er jafnframt hvatt til að vinna markvisst að loftslagsmálum, t.d. með því að kortleggja framræst land sem ekki er nýtt til landbúnaðar og endurheimta þar votlendi. 

Landvernd hvetur til gagnrýnnar hugsunar þegar kemur að áformum um frekari orkuöflun. 

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.