
Borgarbyggð hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins
Mikið er lagt upp úr því að vinna með sérstöðu Borgarbyggðar – æskilegt væri ef sýnt væri meira á spilin hver er t.d. raunverulegur vilji og sveitarstjórnar til að vinna að framgangi ákveðinna málaflokka, hver er t.d. hin raunverulega sérstaða og megináherslur sveitarstjórnar þegar kemur m.a. að stærstu álitamálum. Spyrja má meðal annars hvort að í lýsing um að lagt verði mat á kortlagningu vegna vindorkuvera í sveitarfélaginu þýði með öðrum orðum að sveitarfélagið hafi nú þegar þá stefnu að láta vinna slíka kortlagningu og þá ef slík vinna verði gerð að þá sé það stefna sveitarfélagsins að nýta sér þá stöðu með það fyrir augum að réttlæta uppbyggingu vindorkuvera í sveitarfélaginu á síðari stigum.
Í kafla um náttúruvernd kemur fram að gerð verði grein fyrir friðlýstum svæðum í aðalskipulagi og þau sýnd á skipulagsuppdrætti en að horft verði til um endurskoðun á friðlýsingarskilmálum. Landvernd hvetur Borgarbyggð í þeim efnum að friðlýsa ný svæði sem til þess eru fallin og stækka þau sem þegar eru til staðar með framtíðarhag komandi kynslóða að leiðarljósi. Sveitarfélagið er víðfeðmt og mörg svæði til staðar sem sveitarfélagið er hvatt til að rýna með tilliti til friðlýsinga. Í matslýsingu gætir ónákvæmni um hvert sveitarfélagið vill stefna í þessum málaflokki og úr því þarf að bæta. Þá er ástæða til að horfa til þeirra svæða sem þegar eru skilgreind á náttúruminjaskrá sem grunn að frekari friðlýsingum svæða. Slíkar ábyrgar ákvarðanir styðja við loftslagsmál og náttúrulega fjölbreytni vistkerfa í sveitarfélaginu. Hjálagt er náttúruminjaskrá fyrir sveitarfélagið til hliðsjónar frekari vernd og eða friðlýsingum4.