Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu
Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar skrifaðu í dag undir tímamóta samstöðu um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands
Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar skrifaðu í dag undir tímamóta samstöðu um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands hafa sent frá sér sameiginlega ályktun um áherslu á náttúruvernd í nýjum búvörusamningum.
Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum
Viljum við loftlínuskóg eða jarðlínulagnir? jarðstrengir eru betri og ódýrari kostur fyrir náttúruna og samfélagið til lengri tíma, landvernd.is
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013. Landvernd leggst eindregið gegn frumvarpinu.
Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna.
Aðalfundur Landverndar ályktaði að hætta ætti við Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit.
Aðalfundur Landverndar ályktaði um nauðsynleg viðbrögð við auknum ferðamannastraumi til Íslands og áhrifum þess á náttúru landsins.
Aðalfundur Landverndar 13. apríl 2013 samþykkti ályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun og næstu skref í rammaáætlun.
Aðalfundur Landverndar haldinn 13. apríl 2013 sendi frá sér ályktun um nýsamþykkt náttúruverndarlög og hvatti til þess að ein stofnun yrði sett á laggirnar sem hefði með málefni allra verndaðra svæða að gera.
Landvernd skorar á alþingismenn að ljúka umræðu um frumvarp til laga um náttúruvernd og kjósa um frumvarpið áður en þingi lýkur nú í vikunni.
Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við HÍ efna til opins fundar um ný náttúruverndarlög í Norræna húsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 20-22. Allir velkomnir.
Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis athugasemdir sínar við frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög.
Rammaáætlun og ný náttúruverndarlög eru á forgangslista ríkisstjórnarinnar og verða að ná fram að ganga.
Umsögn Landverndar um Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands.
Stjórn Landverndar fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls í Mývatnssveit. Friðlýsingin er mikilvægur áfangi í náttúruvernd hér á landi, en um er að ræða fjölsóttar náttúruperlur sem hafa ekki notið verndar eftir lagabreytingar árið 2004.
Landvernd fagnar áformum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.
Gera verður breytingar á frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, að mati stjórnar Landverndar. Þá þarf umhverfisráðherra víðtækara umboð til að hlutast til um aðgerðir vegna eldri náma.
Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós ásamt Ólöfu Arnalds halda tónleika til stuðnings náttúruvernd á Íslandi í brekkunni fyrir ofan þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík kl. 17, laugardaginn 28. júní nk.
IUCN (the International Union for Conservation of Nature) eru alþjóðleg náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 1948 og fagna því 60 ára afmæli sínu á þessu ári. Um 8000 manns víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í þeim 900 viðburðum sem í boði voru á þingi alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN í Barcelona.