200 skólar á grænni grein

Skólar á grænni grein eru um 200 ár Íslandi og á öllum skólastigum, landvernd.is
Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Um 200 skólar á Íslandi taka þátt í verkefinu Skólar á grænni grein. 

Leikskólar

Grunnskólar

Framhaldsskólar

Háskólar

Þar af eru 77 leikskólar, 80 grunnskólar, 17 framhaldsskólar, tveir háskólar og átta annars konar skólar, líkt og vinnuskólar, félagsmiðstövar o.fl. 

Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu til umhverfismála. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri.

Helmingur grunn- og framhaldsskóla eru í verkefninu og þriðjungur háskóla og leikskóla.

Skólar á grænni grein hafa það að leiðarljósi að innleiða menntun til sjálfbærni í allt skólastarf. 

Skólarnir stíga skrefin sjö

Unnið er eftir vinnuferli Skóla á grænni grein, þar sem fyrsta skrefið er að mynda umhverfisnefnd. 

Nemendamiðað verkefni

Nemendur leika stórt hlutverk í verkefninu og er það markmiðið að þeir leiði það áfram, meti stöðu umhverfismála, setji sér markmið og sjái til þess að þau séu unnin. 

Unnið er að ákveðnu þema á hverju tímabili

Nemendur meta stöðu mála í skólanum með tilliti til ákveðins þema sem unnið er með. Þeir setja markmið sem miða að því að skólinn bæti sig innan þemans. 

Skólar verðlaunaðir með grænfána

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir skóla sem sýna árangur í umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim og eru skólar á Íslandi framarlega í nemendavæðingu verkefnisins. 

 

kort, skólar á grænni grein. landvernd.is
Smelltu á kortið og skoðaðu skólana
Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is

Grænfáninn – Hvað táknar myndin á fánanum?

Hvað tákna myndirnar á grænfánanum? Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd