Til væntanlegrar ríkisstjórnar: Standið við Parísarsamkomulagið

Loftmengun, reykur rís úr stóriðjustropmum. Landvernd.
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir Umhverfissinnar krefjast þess að ný ríkisstjórn verði mynduð með loftslagsmálin í kjarna samstarfsins.

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að ný ríkisstjórn verði mynduð með loftslagsmálin í kjarna samstarfsins.

Ekkert bendir til að Ísland muni standa við Parísarsamkomulagið

Ekkert bendir til að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum.

Kveðið er á um í samningi Íslands við Evrópusambandið að Ísland dragi úr losun ár hvert um a.m.k. 1/10 hluta af 29% í samdrætti á tímabilinu 2021–2030 í þeim geirum sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á. Samdráttur aðildarríkja Evrópusambandsins, Íslands og Noregs skal vera línulegur í þessum geirum.
Núverandi aðgerðir duga skammt

Ísland mun ekki ná að standa við þessa skuldbindingu í ár eða næstu árin m.v. núverandi aðgerðir.

Stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og nýútkomin eldsneytisspá Orkustofnunar sýna að líklegur samdráttur sem gæti náðst fram til 2030 miðað við árið 2005 er nær 23% en 29% sem Ísland er þjóðréttarlega skuldbundið til að ná samkvæmt samningi við Evrópusambandið.[1]

Enn síður óljós markmið sem ekki fara að reglum Evrópusambandsins.[2] Skv. Eldsneytisspánni verður samdráttur í vegasamgöngum og frá fiskiskipum mun minni en aðgerðaáætlunin gerir ráð fyrir og skv. stöðuskýrslunni eru aðgerðir á sviði úrgangsmála og vegna losunar frá jarðvarmavirkjunum mjög skammt á veg komnar.

Samanlagt yrði að óbreyttu samdráttur í losun fram til 2030 ekki nema rúm 700 þúsund tonn koltvísýringsígilda en ekki tæp 1200 þúsund tonn.

Ný ríkisstjórn þarf að setja loftslagsmálin í kjarna samstarfsins

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að ný ríkisstjórn verði mynduð með loftslagsmálin í kjarna samstarfsins með skýrum tímasettum og mælanlegum markmiðum og áformum um aðgerðir í stjórnarsáttmála og komi sér strax að verki og takist á við loftslagsvána af fullri alvöru. Síðustu fjögur ár hefur loftslagsstefna stjórnvalda verið ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.

[1] Stjórnvöld hafa nefnt tölur umfram 29%, t.d. 35% og jafnvel 40-46% ef ákveðnar aðgerðir ganga eftir.

[2] Um heimatilbúin markmið umfram 29% gilda ekki reglur Evrópusambandsins. Til dæmis það sem kemur fram í 1. mgr. Að ofan um að samdráttur skuli vera línulegur, nokkurn vegin jafn ár frá ári.

Meira um loftslagsmál

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top