UMSAGNIR
Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og áætlanagerð sem viðkemur umhverfi og náttúru.
Uppbyggður Kjalvegur
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.
Vindmyllur
Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.
Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir á hálendinu
Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.
Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúrupassa
Athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um náttúrupassa.
Umsögn um auglýsingu um tillögu að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals í Öxnadal
Stjórn Landverndar fagnar friðlýsingunni og telur hana mikilvægt skref í náttúruvernd í landinu
Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér þingsályktunartillögu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
Landvernd fagnar tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis
Landvernd fagnar tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. júlí 2015, í stað þess að fella lögin úr gildi.
Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs. Landvernd tekur undir tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt.
Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013. Landvernd leggst eindregið gegn frumvarpinu.
Umsögn um drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar-og orkunýtingaráætlun
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun.
Umsögn um skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu.
Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið.
Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
Landvernd hefur sent Alþingi umsögn sína um frumvarp til breytinga á 12. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum (endurskoðun matsskýrslu).
Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar
Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar.
Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega
Landvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um að afturkalla lög um náttúruvernd.
Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
Landvernd hefur sent Ásahreppi athugasemdir við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu á Holtamannaafrétti. Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Athugasemdir við drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi
Landvernd hefur sent inn umsögn við drög Umhverfisstofnunar að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.
Náttúruverndarfólk til fundar við forsætisráðherra
Landvernd mun í dag afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum.
Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
Landvernd hefur sent Umhverfisstofnun athugasemdir sínar við drög að friðlýsingarskilmálum stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Landvernd fagnar stækkuninni.
Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
Landvernd fer fram á að Skipulagsstofnun hafni tillögu Landsnets að matsáætlun um lagningu Kröflulínu 3 og láti jafnframt fara fram sameiginlegt umhverfismat 220kV raflínu frá Blöndustöð að Fljótsdal.
Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda
Stjórn Landverndar hefur kynnt sér tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er varðar flokkun virkjunarhugmynda.
Athugasemdir við tillögu Landsnets hf. að matsáætlun vegna Kröflulínu 3
Umsögn Landverndar við tillögu Landsnets að matsáætlun Kröflulínu 3.
Ábendingar Landverndar vegna stjórnunarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs
Landvernd hefur sent starfshópi umhverfis- og auðlindaráðherra ábendingar sínar varðandi stjórnunarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skriflegt álit Landverndar um stjórnunarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs
Skriflegt álit Landverndar um stjórnunarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.
Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
Landvernd stóð að sameiginlegri umsögn Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur vegna þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis athugasemdir sínar við frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög.
Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
Landvernd telur að rökstyðja þurfi betur fjölda rannsóknaborholna sem HS Orka fyrirhugar í Eldvörpum. Samtökin hafa sent Skipulagsstofnun álit sitt á matsáætlun vegna framkvæmdarinnar.
Tillögur varðandi stefnumótun nefndar um raflínur í jörð
Tillögur fulltrúa Landverndar og fulltrúa landeigenda í nefnd um raflínur í jörð.
Umsögn um frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög
Landvernd fagnar endurnýjun laga um náttúruvernd.
Umsögn um tillögu HS-Orku að matsáætlun rannsóknaborhola í Eldvörpum
Landvernd mun því þrýsta á um að staðið verði þannig að rannsóknaborunum að sem minnst áhrif verði á umhverfi og náttúru Eldvarpa.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum
Umsögn við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum.
Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu.
Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
Landvernd sendi nýlega frá sér umsögn við tillögu nokkurra þingmanna að breytingu á lögum um vernd og orkunýtingu landssvæða.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um breytingun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Umhverfismat verði endurtekið
Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.
Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 2012
Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp.
Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd
Landvernd fagnar endurnýjun laga um náttúruvernd.
Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla – náttúrufræðigreinar
Landvernd skilaði á dögunum inn umsögn um umfjöllun um náttúrufræðigreinar í nýrri aðalnámskrá grunnskóla.
Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum
Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisráðuneytinu athugasemdir sínar vegna tillagna að nýjum lögum um landgræðslu og nýjum lögum um skógrækt.
Umsögn við tillögur að nýjum lögum um skógrækt og nýjum lögum um landgræðslu
Landvernd fagnar því að endurskoðun laga um landgræðslu og skógrækt fari nú fram.
Athugasemdir Landverndar vegna draga að tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar
Landvernd leggur áherslu á að spornað sé við frekari þverunum eða eyðileggingu á leirum og sjávarfitjum.
Umsögn um aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027
Landvernd hefur skilað inn umsögn um tillögu að aðalskipulagi Langanesbyggðar.
Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð
Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð.
Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða
Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða. Umsögn Landverndar.
Aðalskipulag Mýrdalshrepps
Stjórn Landverndar gerir nokkrar alvarlegar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.
Landvernd vill sameiginlegt umhverfismat hringtengingar raforkuflutningskerfisins
Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um frummatsskýrslu Blöndulínu 3, 220kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Stutta leiðarlýsingu má lesa hér neðar*. Landvernd gerir þrjár meginathugasemdir
Umsögn um frummatsskýrslu Blöndulínu 3
Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við framkomna frummatsskýrslu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.)
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.), 598. mál.
Lagafrumvarp um lækkað eldsneytisverð
Það er mikilvægara að líta til langs tíma og búa í haginn fyrir sjálfbærari samgöngur á Íslandi og nýta þann hvata sem felst í háu eldsneytisverði til þess að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta, bæði hvað varðar almenningssamgöngur, flutninga og einkabifreiðar.
Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs
Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022
Landvernd fagnar því að sett er fram stefnumótun í samgöngumálum til langs tíma sem felur fyrst og fremst í sér stefnu.
Umsögn um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
Landvernd hefur sent inn umsögn við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Umsögn um drög að lögum um loftslagsmál
Stjórn Landverndar fagnar því að sett verði heildarlöggjöf um loftslagsmál á Íslandi.
Umsögn um deiliskipulag um Þeistareyki
Landvernd leggur til að falla frá virkjun á svæðinu, m.a. í ljósi mikillar óvissu um endingu jarðhitaauðlindarinnar á svæðinu og umfangsmikilla umhverfisáhrifa.
Umsögn um hvítbók
Umsögn Landverndar um Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands.
Drög að skipulagsreglugerð
Stjórn Landverndar fagnar mörgum þeim breytingum og áherslum sem lagðar eru til í drögum að nýrri skipulagsreglugerð.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999 (225. mál á 140. löggjafarþingi).
Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð
Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð norðanverðan.
Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (106. mál á 140. löggjafarþingi).
Breytingar á refsiákvæðum náttúruverndarlaga
Landvernd hefur gert athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á refsiákvæðum náttúruverndarlaga.