Klaki við jökullón, loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á líf okkar. landvernd.is

Umsögn: Bindum markmið í loftslagsmálum í lög og styrkjum stjórnsýsluna

Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um loftslagsmál (bindandi markmið), 32. mál á 151. löggjafarþingi send Nefndarsviði Alþingis

Stjórn Landvernd hefur kynnt sér ofangreinda tillögu, telur hana mjög mikilvæga til þess að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og styður hana að fullu. Landvernd þakkar flutningsmönnum fyrir góða vinnu og faglega greinagerð.

Lögfesting markmiða

Landvernd telur mjög mikilvægt að lögfesta markmið í loftslagsmálum til þess að meiri líkur séu á því að markmiðin lifi af stjórnarskipti og til þess að almenningur hafi betri möguleika til aðhalds ef ríkisstjórnir standa ekki við markmiðin. Með því að samþykkja lögfestingu markmiða sýnir Alþingi og stjórnarflokkarnir að þeim er alvara með því að ná markmiðum í loftslagsmálum.

Við lögfestingu markmiða um kolefnishlutleysi er mikilvægt að hugtakið sé skilgreint og hvaða þættir eigi að falla undir það. Stjórn Landverndar telur að þar sé átt við alla losun frá starfsemi og landi á Íslandi og innifalið sé því losun frá framræstu votlendi, illa förnu landi og stóriðju. Ekki er hægt að tala um að ná kolefnishlutleysi með bindingu gegnum landnotkun á móti þeirri losun sem eftir er árið 2040, nema að landnýtingarþátturinn sé þegar með nettónúll losun.

Loftslagsráð

Breytingar á loftslagsráði sem lagðar eru til í frumvarpinu eru í samræmi við það sem gerist löndunum í kringum okkur og ef rétt er staðið að tilnefningum, eru þær líklegar til þess að tryggja aðhald og eftirlit með aðgerðum og árangri í loftslagsmálum. Stjórn Landverndar styður þessar tillögur.

Samhæfing

Landvernd telur að samhliða þeirri endurskoðun sem fram kemur í tillögunni, þurfi einnig að skoða skipan verkefnisstjórnar aðgerðaáætlunarinnar og lögfesta. Eins og fram kemur í skýrslu Capacent um stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi er henni verulega ábótavant og skortur á samhæfingu ráðuneyta algjör. Ráðherranefnd um loftslagsmál er örlítil bót í máli en alls ekki nægjanleg.

Í umsögn Landverndar um breytingar á loftslagslögum frá 14. febrúar 2019 segir um verkefnisstjórn aðgerðaráætlunarinnar:

„2. Skipan verkefnisstjórnar í 1. gr.: Ekki eru neinar kröfur um hæfni þeirra sem sitja skulu í verkefnisstjórn tilteknar og hún er eingöngu pólitískt skipuð. Rétt væri að helmingur verkefnisstjórnar væri fagfólk á sviði loftslagsmála. Stjórn Landverndar leggur því til að 3. mgr. 1 gr. verði breytt í svohljóðandi mgr.

“Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem mótar tillögur að aðgerðum og hefur umsjón með að þeim sé hrundið í framkvæmd. Ráðherra skipar formann verkefnisstjórnar án tilnefningar. Eftirfarandi aðilar tilnefna einn fulltrúa hver: Forsætis- og fjármálaráðherra tilnefna einn fulltrúa hvor, Háskóli Íslands (eða samráðsvettvangur háskólanna) tilnefnir einn, Umhverfisstofnun einn og náttúruverndarsamtök tilnefna einn fulltrúa. Tilnefningaraðilar bera kostnað hver af sínum fulltrúa í nefndinni.”

Stjórn Landverndar notar tækifærið til að árétta framangreinda tillögur.

Landvernd telur að hvert ráðuneyti þyrfti að hafa loftslagsfulltrúa sem gætir að því að allar stefnumótandi ákvarðanir innan ráðuneytanna séu teknar með loftslagsmál í huga og að athafnir ráðuneytisins stangist ekki á við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þessir loftslagsfulltrúar gætu einnig skipað verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar. Ráðuneytin og samband íslenskra sveitafélaga tilnefna nú fulltrúa í verkefnisstjórn en í fæstum tilvikum hafa fulltrúarnir umboð eða tíma til þess að sinna loftslagsmálum innan ráðuneytanna. Þá eru engar kröfur gerðar til þeirra um þekkingu á loftslagsmálum.

Þá er gríðarlega mikilvægt að ný loftslagsskrifstofa umhverfisráðuneytisins hafi umboð til eftirfylgni og samhæfingar innan stjórnarráðsins alls. Að mati Landverndar væri heppilegra að loftslagsskrifstofan ætti heimili í forsætisráðuneytinu til þess að endurspegla mikilvægi þess að stjórnarráðið allt þarf að framfylgja stefnu í loftslagsmálum og framkvæma aðgerðir.

Lokaorð

Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.