Leitarniðurstöður

Flogið yfir Ísland. Draga þarf úr losun kolefnis á Íslandi.

Umsögn: Grænni utanríkisstefnu þarf að fylgja græn skref utanríkisþjónustunnar

Mikilvægt er að Ísland myndi og fylgi grænni utanríkisstefnu en hún má ekki taka fé, athygli og mannafla frá því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir. Best væri ef utanríkisráðuneytið og utanríkisþjónustan fylgdu grænum skrefum í ríkisrekstri áður en græn utanríkisstefna er mótuð til þess að auka skilning á umhverfismálum og vilja innan utanríkisþjónustunnar til þess að fylgja henni.

Skoða nánar »
Klaki við jökullón, loftslagsbreytingar hafa bein áhrif á líf okkar. landvernd.is

Umsögn: Bindum markmið í loftslagsmálum í lög og styrkjum stjórnsýsluna

Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þær breytingar sem hér eru lagðar til.

Skoða nánar »