Lítill órangúti í fanginu á móður sinni. Órangútar eru í hættu vegna regnskógaeyðingar af völdum pálmaolíu framleiðslu, landvernd.is

Takmörkun á notkun Pálmaolíu er forgangsatriði

Framleiðslu ósjálfbærrar pálmaolíu fylgir gríðarleg umhverfiseyðilegging og losun gróðurhúsalofttegunda. Gott fyrsta skref er að banna notkun pálmaolíu í lífdísel en stjórn Landverndar telur að ganga þurfi mun lengra.

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi, 112. mál. Send Nefndarsviði Alþingis þann 30. október 2020

Með tölvupósti þann 26. október síðastliðinn óskaði nefndasvið Alþingis eftir umsögn Landverndar um ofangreinda þingsályktunartillögu. Um mikilvægt mál er að ræða og Landvernd vill því þakka flutningsmönnum fyrir að leggja tillöguna fram.

Bann við notkun pálmaolíu í eldsneyti er forgangsatriði

Stjórn Landverndar styður heilshugar við þingsályktunartillöguna. Stjórn Landverndar telur að bann við notkun pálmaolíu í eldsneyti sé forgangsatriði í þessu samhengi en vegna umhverfisáhrifa er full ástæða til þess að skoða aðra orsakavalda eyðingu regnskóga eins og nautgriparækt og dýrafóðurframleiðslu samtímis. Þá ætti Ísland að beita sér fyrir því að bann verði lagt við notkun pálmaolíu í Evrópu.

Ganga þarf mun lengra

Stjórn Landverndar leggur til að nefndinni verði gert að skila tillögum sínum fyrr, þann 1. júní 2021 í ljósi þess að verkefnið er nokkuð afmarkað.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar,
Auður Önnu Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.