Umsögn Landverndar um endurnýjun starfsleyfis álvers Rio Tinto í Straumsvík. Skilað til Umhverfisstofnunar þann 21. september 2021.
Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík en sem svarar núverandi framleiðslugetu fyrirtækisins til þess að vinna ál og þar með losa út í andrúmsloftið gróðurhúsalofttegundir og önnur mengandi efni. Grafalvarleg staða loftslagsmála þýðir að iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir verður að draga úr umsvifum eða breyta vinnslunni þannig að ekki losni gróðurhúsalofttegundir.
Nýlegar fréttir af hættulegu magni af flúor í grasi vegna losunar frá álverinu á Reyðarfirði og fylgni milli flúormagns í gróðri við álverið í Straumsvík, framleiðsluaukningar og bætt hreinsibúnaðar sýnir að nauðsynlegt er að taka flúormengun frá álverum alvarlega. Tölur um mengun frá iðjuverunum í Hvalfirði benda einnig til þess að nauðsynlegt sé að setja mun strangari reglur um losun mengandi efna.
Stjórn Landvernd telur að nú sé tímabært að gera grundvallar breytingu á starfsleyfum til fyrirtækja af þessu tagi. Umhverfisstofnun ætti að setja kröfu um vothreinsibúnað við öll álver á Íslandi og nýta tækifærið þegar starfsleyfin þarf að endurskoða. Með vothreinsibúnaði má draga verulega úr flúormengun og losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum ef beitt er sömu aðferðum og Orka náttúrunnar nota til að hreinsa útblástur á Hellisheiði.