Álverið í Straumsvík.

Tímabært að gera grundvallar breytingu á starfsleyfum álvera – umsögn

Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík. Tímabært er að gera breytingar á starfsleyfum álvera.

Umsögn Landverndar um endurnýjun starfsleyfis álvers Rio Tinto í Straumsvík. Skilað til Umhverfisstofnunar þann 21. september 2021.

Landvernd telur að ekki eigi að heimila meiri framleiðslu álversins í Straumsvík en sem svarar núverandi framleiðslugetu fyrirtækisins til þess að vinna ál og þar með losa út í andrúmsloftið gróðurhúsalofttegundir og önnur mengandi efni. Grafalvarleg staða loftslagsmála þýðir að iðnaður sem losar gróðurhúsalofttegundir verður að draga úr umsvifum eða breyta vinnslunni þannig að ekki losni gróðurhúsalofttegundir.

Nýlegar fréttir af hættulegu magni af flúor í grasi vegna losunar frá álverinu á Reyðarfirði og fylgni milli flúormagns í gróðri við álverið í Straumsvík, framleiðsluaukningar og bætt hreinsibúnaðar sýnir að nauðsynlegt er að taka flúormengun frá álverum alvarlega. Tölur um mengun frá iðjuverunum í Hvalfirði benda einnig til þess að nauðsynlegt sé að setja mun strangari reglur um losun mengandi efna.

Stjórn Landvernd telur að nú sé tímabært að gera grundvallar breytingu á starfsleyfum til fyrirtækja af þessu tagi. Umhverfisstofnun ætti að setja kröfu um vothreinsibúnað við öll álver á Íslandi og nýta tækifærið þegar starfsleyfin þarf að endurskoða. Með vothreinsibúnaði má draga verulega úr flúormengun og losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum ef beitt er sömu aðferðum og Orka náttúrunnar nota til að hreinsa útblástur á Hellisheiði.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.