„Lögfesting markmiða
Landvernd telur mjög mikilvægt að lögfesta markmið í loftslagsmálum til þess að meiri líkur séu á því að markmiðin lifi af stjórnarskipti og til þess að almenningur hafi betri möguleika til aðhalds ef ríkisstjórnir standa ekki við markmiðin. Með því að samþykkja lögfestingu markmiða sýnir Alþingi og stjórnarflokkarnir að þeim er alvara með því að ná markmiðum í loftslagsmálum.
Við lögfestingu markmiða um kolefnishlutleysi er mikilvægt að hugtakið sé skilgreint og hvaða þættir eigi að falla undir það. Stjórn Landverndar telur að þar sé átt við alla losun frá starfsemi og landi á Íslandi og innifalið sé því losun frá framræstu votlendi, illa förnu landi og stóriðju. Ekki
er hægt að tala um að ná kolefnishlutleysi með bindingu gegnum landnotkun á móti þeirri losun sem eftir er árið 2040, nema að landnýtingarþátturinn sé þegar með nettónúll losun.“
Þá áréttar stjórn Landverndar að nauðsynlegt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri