Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun, hreinsum Ísland með landvernd.is

Náttúru- og umhverfisvernd er almannaheillamál

Náttúru- og umhverfisvernd eru með stærstu og mest áríðandi almannaheillamálum nútímans. Alþingi má ekki samþykkja óbreytt frumvarp þar sem þau samtök eru undanskilin ívilninum fyrir almannaheillafélög.

Umsögn Landverndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla), 342. mál. send Nefndarsviði Alþingis 3. febrúar 2021.

Stjórn Landverndar hefur því miður ekki náð að kynna sér þetta mál til hlítar vegna mikilla anna.

Stjórnin vill þó benda á að í frumvarpinu eru umhverfis- og náttúruverndarsamtök ekki tilgreind sem almannaheillafélög. Landvernd telur þetta vera alvarlegan ágalla á lögunum og telur brýnt að efnahags- og viðskiptanefnd leiðrétti þetta.

Náttúru- og umhverfisverndarsamtök sannarlega talsmaður almannaheilla

Náttúru- og umhverfisverndarsamtök eru oft eini talsmaður náttúrunnar, sjálfbærrar þróunar og verndar umhverfisins. Eins og nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd er vafalaust öllum ljóst stendur mannkynið mjög illa hvað varðar risastór umhverfisverndarmál eins og losun gróðurhúsalofttegunda, eyðingu búsvæða, tap á líffræðilegri fjölbreytni og útdauða tegunda. Almenningur er sá sem hlýtur skaðann af því að ekki er brugðist við þessum málum.

Almenningur hefur jafnframt ótvíræðan hag af því að mótvægi finnist við stóra framkvæmdaraðila sem menga náttúru og umhverfi eða raska lítt spilltri náttúru sem almenningur nýtir. Störf umhverfisverndarsamtaka eru oft torvelduð svo mjög að um það hefur verið gerður sérstakur alþjóðlegur samningur, Árósasamingurinn sem Ísland er aðili að. Það væri mikil synd ef íslensk stjórnvöld standi að því að torvelda fjármögnun slíkra samtaka umfram önnur.

Landvernd leggur því til að 1. gr. frumvarpsins hljómi svo (feitletranir eru breytingar Landverndar):

„Eftirfarandi breytingar verða á 4. tölul. 4. gr. laganna: 

a. Í stað orðsins ,,almenningsheilla“ kemur: almannaheilla. 

b. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eftirtalin starfsemi telst til almannaheilla samkvæmt töluliðnum: 

  • a. mannúðar- og líknarstarfsemi,
  • b. æskulýðs- og menningarmálastarfsemi, þ.m.t. íþróttastarfsemi,
  • c. starfsemi björgunarsveita, landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda og einstakra félagseininga sem starfa undir merkjum samtakanna,
  • d. starfssemi tengd náttúru- og umhverfisvernd 
    e. vísindaleg rannsóknarstarfsemi, 
    f. starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra menntasjóða,-
    g.
    neytenda- og forvarnarstarfsemi og
    h. starfsemi Þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.