Birki Áskell Þórisson vistheimt

Við fögnum reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.

Við fögnum því að komin séu drög að reglugerð við lög um landgræðslu varðandi leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu (nr.155/2018). Mikilvægt er að endurheimta gróður og jarðveg og jafnframt bæta landnýtingu og beitarstjórnun til að tryggja sjálfbæra landnýtingu. Mjög margt í þessari reglugerð auðveldar þá vinnu og er til mikilla bóta.

Hægt er að lesa umsögn Landverndar í heild sinni með því að smella á hnappinn neðst í greininni. 

Samstarf við bændur nauðsynlegt

Landgræðsla hefur verið stunduð hér á landi í liðlega 100 ár og talsverður árangur hefur náðst. Gott samstarf við bændur hefur almennt átt þátt í árangrinum. En betur má ef duga skal, víða er landið verulega raskað. Sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að raskað land endurheimtist. Land í röskuðu ástandi losar m.a. mikið magn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft. Sauðfé er beitt á 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi ef marka má nýlega skýrslu GróLindar verkefnisins.

Forsendur þessarar reglugerðar eru að allt landið sé undir sem beitiland. Að okkar mati hefði verið betri nálgun að velja sérstaklega svæði sem henta til beitar.

Ísland er eitt af fáum löndum þar sem samfélagið þarf að verja sig sjálft gegn ágangi búfjár. Þeir sem kæra sig ekki um ágang búfjár þurfa að eyða verulegu fé í að verja land sitt. Í löndunum sem við berum okkur saman við telst hins vegar eðlilegt fyrirkomulag að bændur beri ábyrgð á sínu búfé og haldi því á sínu landi. Áratugur vistheimtar á vegum Sameinuðu Þjóðanna er hafinn. Okkar stærsta framtak í þeim málum, ásamt endurheimt votlendis, ætti að vera að banna lausagöngu búfjár og endurheimta gróður og jarðveg á röskuðu landi.

Aukinn ferðamannastraumur

Álag á náttúru hefur vaxið töluvert undanfarið vegna aukins ferðamannastraums. Eins er mikið sótt eftir því að nýta landið undir mannvirki og aðrar framkvæmdir. Jarðrækt/akuryrkja og skógrækt hefur einnig aukist. Það er því brýnt að þessi reglugerð muni ramma vel inn þær reglur sem ber að fara eftir vegna margvíslegrar landnýtingar.

Mikilvægt er að reglugerðin taki á landnotkun vegna mannvirkjagerðar og ferðaþjónustu á skýran og vel útfærðan hátt. Að mati Landverndar er þörf á landnýtingarskipulagi fyrir allt landið þar sem náttúruvernd, og þá sérstaklega gróður og jarðvegsvernd og verndun víðerna og jarðmynja er leiðarstefið.

Tengt efni

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.