Heillaskref í náttúruvernd
Tilvistaréttur náttúrunnar óljós í tillögunni
Stuðningur við tillögu Stjórnlagaráðs
Auka þarf vægi þátttöku almennings
Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.
Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila.
Við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisréttar.
Reynslan er ólygnust um það að við verndun umhverfis- og náttúru er virk þátttaka og réttindi almennings og samtaka þeirra afar mikilvæg. Þau eru óteljandi þau umhverfisslys sem tekist hefur að koma í veg fyrir einmitt vegna virkrar þátttöku almenning. Án aðkomu almennings eru áhrif hagsmunaaðila á opinbera ákvarðanatöku yfirgnæfandi og hætt á að það verði til þess að einblínt verði á skammtímagróða hagsmunaaðila.