Frumhugmyndir að virkjunum og hugsanlegum línuleiðum. Myndin er unnin uppúr mynd sem birtist í Morgunblaðinu 13. febrúar 2007.

Umsögn um frummatsskýrslu fyrir álver í Helguvík

Skýrslan fjallar aðeins um lítið brot af þeim umhverfisáhrifum sem myndu fylgja álveri í Helguvík. Ein og sér er skýrslan því alsendis ófullnægjandi til frekari málsmeðferðar og álitsgjafar af hálfu opinberra aðila.

Samantekt úr umsögn Landverndar um frummatsskýrslu Norðuráls vegna álvers í Helguvík

Frummatsskýrslan gefur þokkalega mynd af þeim umhverfisáhrifum sem hún fjallar um en því miður fjallar hún aðeins um lítið brot af þeim umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega myndu fylgja álveri í Helguvík. Því telur Landvernd frummatsskýrsluna eina og sér alsendis ófullnægjandi til frekari málsmeðferðar og álitsgjafar af hálfu opinberra aðila og beinir því til Skipulagsstofnunar að fresta frekari málsmeðferð þar til frummatsskýrslur áformanna í heild sinni verða kynntar fyrir almenningi. Nánast ekkert er fjallað um orkuflutninga og virkjanir þó svo að þessir hlutar áformanna séu líklegir til þess að valda mestu umhverfisáhrifunum.

Virkja ný svæði sem eiga eftir að fara í mat á umhverfisáhrifum
Í skýrslunni kemur fram að gert er ráð fyrir að virkja fjögur svæði, Seltún, Sandfell, Austurengjar og Trölladyngju. Þá verður um umtalsverðar framkvæmdir að ræða vegna raforkuflutninga um Strandaheiði, yfir Sveifluháls, Núpshlíðarháls og Móhálsadal. Þessar óhjákvæmilegu framkvæmdir hafa ekki farið í gegnum mat á umhverfisástæðum. Í þessu ljósi getur Skipulagsstofnun ákveðið að umhverfisáhrif allra framkvæmdanna verði metin saman, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, en þar segir:

„Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“

Meiri losun en hjá Alcoa
Með samanburði á losunartölum áformaðs álvers í Helguvík við nýjasta álver á Íslandi kemur í ljós að mengun pr. framleitt tonn af áli yrði allt að 40% meiri í álveri Norðuráls en hjá álveri Alcoa á Reyðarfirði. Ekki er í frummatsskýrslunni útskýrt hversvegna áformað er að reisa álver sem mengar jafn mikið og raun ber vitni þegar ljóst má vera að hægt væri að gera mun betur ef vilji stæði til þess. Rétt er að framkvæmdaaðili skýri sjónarmið sín betur hvað þetta varðar áður en lengra er haldið.

Ósjálfbærar virkjanir
Gerð er athugasemd við það að virkjunaráform á Krýsuvíkursvæðinu virðast ekki samræmast hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Á Orkuþingi 2006 kom fram að talið er að svæðin sem um ræðir geti gefið 15.100 MWeár, sjá Sveinbjörn Björnsson Orkugeta jarðhita. Samkvæmt því myndi áformuð vinnsla á 400 MW þurrmjólka svæðin á 35 – 40 árum og síðan þyrfti að hvlíla þau í all marga áratugi, e.t.v. 50 – 80 ár eða svo, komandi kynslóðum til óþrurftar. Með hóflegri nýtingu á umtalsvert minni orku væri hinsvegar hægt að nýta svæðin með sjálfbærum hætti en þá þyrfti að koma til hófsamari starfsemi hvað varðar orkunotkun.

Lesa  umsögn Landverndar um Helguvík

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.