Umsóknir um Bláfánann 2008

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is
Skrifstofa Landverndar er þessa dagana að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.

Skrifstofa Landverndar er þessa dagana að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.

Umsækjendur geta haft samband við skrifstofu Landverndar og beðið um að fá umsóknareyðublað sent í pósti eða tölvupósti. Starfsmenn Landverndar og stýrihópur Bláfánans munu eftir atvikum veita umsækjendum aðstoð við gerð umsóknar.

Umsóknargjald er kr. 5.000 (fyrir innsenda umsókn) og samþykki dómnefnd umsóknina bætist við þátttökugjald sem er kr. 25.000.
Þess má geta að þeir rekstraraðilar smábátahafna sem sýnt geta fram á að uppfylla skilyrði Bláfánans að verulegu, en ekki öllu leyti, og eru tilbúir til að lýsa því yfir að áformað sé að gera frekari úrbætur, eiga þess kost að fá Bláfánaskírteini til vitnis um ágæta stöðu og góðan ásetning.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top