Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk skapar nemendum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Auk þess hafa nemendur tækifæri til að taka þátt í árlegri samkeppni um bestu umhverfisfréttirnar.
Verkefninu er ætlað að gefa ungu fólki tækifæri og tól til þess að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál.
Finna má Ungt umhverfisfréttafólk í 45 löndum, víðsvegar um heiminn. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi og vinnur að því í nánu samstarfi við skóla á landinu.
Verkefnið er ætlað nemendum í framhaldsskóla og á unglingastigi grunnskóla. og hægt er að aðlaga verkefnið mjög vel að ólíkum kennslugreinum t.d. tungumálakennslu, umhverfis- og náttúrufræði, fjölmiðlafræði, samfélagsfræði, stjórnmálafræði, kvikmyndagerð, ljósmyndun og öðrum listgreinum. Verkefnið verður einnig í boði fyrir háskólanema þegar fram líða stundir.
Nemendur fara í hlutverk fréttamanna, afla sér upplýsinga um tiltekið umhverfismál og koma því á framfæri.
Það er auðvelt að taka þátt!
Fjögur skref þátttöku:
- Skólar panta kynningu á verkefninu fyrir áhugasama kennara og stjórnendur.
- Ákveðið er hvar verkefnið passar best inn í kennsluna. Það getur t.d. verið eitt verkefni nemenda í áfanga að búa til afurð (ljósmynd, grein, myndband, hlaðvarp eða annað).
- Nemendur vinna verkefnin undir handleiðslu kennara. Nemendur og kennarar geta leitað til sérfræðinga í umhverfismálum í gegnum verkefnastjóra Ungs umhverfisfréttafólks.
- Verkefnum er skilað í keppnina. Nemendur velja sjálfir hvort þeir vilja skila sínu verkefni í keppnina. Verkefnum er skilað rafrænt.
Sendu póst á umhverfisfrettafolk@landvernd.is ef þú hefur einhverjar spurningar um verkefnið!
Smelltu á hnappin hér fyrir neðan til þess að fá kynningu á verkefninu og hugsanlegri útfærslu í þínum skóla. Þátttaka í verkefninu er gjaldfrjáls fyrir þá skóla sem eru í Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu).