Kerlingarfjöll eru einstakt háhitasvæði á hálendi Íslands.

Utanríkisráðuneytið tekur ekki Græn skref

Síðan 2016 þegar Utanríkisráðuneytið skráði sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hefur ráðuneytið ekki tekið eitt einasta skref. Ekki er um að ræða flókin verkefni eða óyfirstíganlegar kröfur þar sem ferillinn er sniðinn að ríkisstofnunum. Landvernd óskaði eftir svörum um hverju sætir.

Staða Grænna skrefa hjá Utanríkisráðuneytinu send Guðlaugi Þór Þórðarsyni Utanríkisráðuneytisins 23. nóvember 2020.

Síðan 2016 þegar Utanríkisráðuneytið skráði sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hefur ráðuneytið ekki tekið eitt einasta skref. Ekki er um að ræða flókin verkefni eða óyfirstíganlegar kröfur þar sem ferillinn er sniðinn að ríkisstofnunum. Landvernd óskaði eftir svörum um hverju sætir.

Mikilvægi loftslagsmála og annarra umhverfismála dylst engum lengur. Til þess að ná árangri í loftslagsmálum þarf allt samfélagið að taka þátt; almenningur, fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitafélög. Árangur í loftslagsmálum byggir líka á öflugri alþjóðasamvinnu eins og Parísarsáttmálanum og utanríkisþjónustur allra landa eru lykilaðilar. Því leikur utanríkisráðuneytið mikilvægt hlutverk í loftslagsmálum sem og öðrum umhverfismálum. Utanríkisráðuneytið og ráðherra þess virðast gera sér grein fyrir þessu eins og ræður ráðherrans bera vott um.

Til þess að standa sig vel í umhverfismálum og til að tala fyrir þeim á sannfærandi hátt þarf viðkomandi að taka til í sínum garði, vera með í aðgerðum og reyna að láta sitt ekki eftir liggja. Það er því áhyggjuefni að í ljós hefur komið að utanríkisráðuneytið hefur verið skráð í verkefni stjórnvalda „Græn skref í ríkisrekstri“ frá árinu 2016, en hefur ekki stigið eitt einasta Grænt skref. Grænu skrefin eru aðlöguð að ríkisstofnunum, þurfa alls ekki að vera íþyngjandi og stofnanir get stigið þau hægt og bítandi. Ekki er um að ræða róttækar breytingar á starfsemi. Því ætti ekki að vera nein fyrirstaða hjá ráðuneytinu að taka Grænu skrefin.

Að mati Landverndar bendir þetta til þess að Utanríkisráðuneytið hafi ekki forgangsraðað umhverfismálum í sinni starfsemi; eða hvernig má túlka það að ráðuneytið hefur ekki náð að stíga eitt einasta Grænt skref á annan hátt? Landvernd óskar því eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

  1. Hvað gerir utanríkisráðuneytið nú til þess að draga úr áhrifum af starfsemi sinni á umhverfið, þar með talið loftslagið?

  2. Er til áætlun í utanríkisráðuneytinu um innleiðingu Grænu skrefanna og hvenær má búast við að fyrsta skrefinu verði lokið.

  3. Hvers vegna hefur utanríkisráðuneytið ekki stigið neitt Grænt skref á fjórum árum?

Í viðhengi er umsögn Landverndar um þál. tillögu um græna utanríkisstefnu þar sem samtökin gerðu ofangreint að umtalsefni.

Virðingarfyllst,

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.