Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar.

Í fyrsta lagi eru þær forsendur sem skýrsluhöfundur gefur sér í útreikningum sínum af vistfræðilegum toga og þar með langt utan hans fagsviðs. Margir vistfræðingar telja þessar forsendur úreltar.

Í öðru lagi er fráleitt að spyrða saman náttúruverndarsamtök og hryðjuverk almennt og ekki síst í faglegri skýrslu sem fjallar um hvalveiðar, hvað þá að hvetja til lagasetningar um hryðjuverk í samhengi við baráttu fyrir verndun umhverfisins. Raunveruleg hryðjuverk beinast að því að drepa almenna borgara í þágu tiltekins málstaðar. Barátta náttúruverndarsamtaka er friðsamleg.

Í þriðja lagi er sú ógn sem að okkur steðjar vegna rányrkju manna raunveruleg og þessi ógn kristallast í baráttu náttúruverndarsamtaka fyrir verndun hvala.

Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun að draga skýrsluna til baka og vinna hana upp á nýtt í samráði við vistfræðinga.

Vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttur í síma 843-5370 eða audur@landvernd.is ef frekari upplýsinga er óskað.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd