Veljum nægjusemi alltaf

Nægju­sam­ur ein­stak­ling­ur finn­ur að styrk­ur og ham­ingja kem­ur inn­an frá en ekki frá hlut­um og því að eiga allt mögu­legt.
Nægjusemi er eftirsóknarverð og stuðlar að frelsi, meiri tíma og orku, þakklæti, hamingju og tilfinningu um að eiga nóg.

Hvatningarátak Landverndar og Grænfánans Nægjusamur nóvember vakti athygli á jákvæðum áhrifum nægjusemi á náttúru, samfélag og eigið líf. Nægjusamur einstaklingur finnur að styrkur og hamingja kemur innan frá en ekki frá hlutum og því að eiga allt mögulegt. Nægjusemi er eftirsóknarverð og stuðlar að frelsi, meiri tíma og orku, þakklæti, hamingju og tilfinningu um að eiga nóg. 

Nægjusemi er mikilvæg aðgerð almennings til að minnka vistsporið og með þessari jákvæðu nálgun og hugarfari gerum við nauðsynlegar breytingar. 

Eru ofneyslan og lífsgæðakapphlaupið að líða undir lok? Það er aukinn vilji og þörf á að móta samfélagið eftir gildum sem stuðla að sjálfbærri þróun eins og nægjusemi, virðingu, þakklæti, kærleika, réttlætiskennd, samkennd og umhyggju.  

Það var ánægjulegt að upplifa meðbyrinn með átakinu. Samhugur um aukna nægjusemi gefur okkur von um að við getum og viljum breyta samfélaginu og gera það betra.  

Veljum nægjusemi, ekki bara í nóvember heldur gerum hana að lífsstíl okkar alla daga.  

Landvernd og Grænfáninn þakka samstarfsaðilum og almenningi fyrir góðar undirtektir. Við mætum sterk til leiks að ári og höldum áfram að minna á nægjusemina! 

Greinin birtist fyrst á heimildin.is 30. nóvember.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd