Menntaverkefni Landverndar
Landvernd hefur það að markmiði að vernda ósnortin víðerni og náttúru Íslands, svo að komandi kynslóðir fái notið hennar um ókomna tíð.
Öll verkefni samtakanna tengjast því menntun til sjálfbærni.
200 skólar á Íslandi eru á grænni grein. Nemendur og starfsfólk vinnur að því að bæta umhverfismál í skólanum og hlýtur alþjóðlega viðurkenningu grænfánann fyrir vel unnin störf. Skólar á grænni grein er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.
Nemendur rannsaka á hvaða hátt best er að græða upp örfoka land í heimabyggð. Verkefnið er unnið í samstarfi Landverndar, Landgræðslu ríkisins og grunn- og framhaldsskólum. Markmið verkefnisins er að auka vitund um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum.
Á tímum loftlagskvíða og falsfrétta valdeflum við ungt fólk og færum þeim tækifæri og tól til að hafa áhrif.
Nemendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni.
Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? Kynntu þér málið.
Í fræðslusetri Landverndar í Alviðru er góð aðstaða í bæjarhúsinu og stórt athafnasvæði í hlöðunni. Skoða má fjölbreytta náttúru og skemmtilegar gönguleiðir um Öndverðarsnes eru í næsta nágrenni.