Dropasteinar

Við fögnum áformum um friðlýsingu í Þeistareykjahrauni

Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og styður hana heilshugar. Í framhaldinu viljum við gjarnan sjá kortlagningu hraunhella á Íslandi þar sem verndargildi og þörf á friðlýsingu þeirra er metin.

Við skiluðum inn umsögn vegna áforma um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni. Finna má umsögnina okkar í heild sinni neðst í greinninni.

Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu hraunhella í Þeistareykjahrauni og styður hana heilshugar. Hraunhellar eru afar fágætar náttúruminjar á heimsvísu líkt og fram kemur í lýsingu Umhverfisstofnunar á verndargildinu. Í Þeistareykjahrauni finnast meðal annars einstök örverulífríki, hraunstrá og dropasteinar sem verða sífellt sjaldgæfari í heiminum.

Mikilvægt að takmarka ágang ferðamanna á svæðinu

Dropasteinar hafa verið friðlýstir á landsvísu1 en því miður hefur sú friðlýsing hefur alls ekki veitt þeim nægilega vernd. Nýleg dæmi eru um mikla eyðileggingu á dropasteinum hér á landi, til dæmis í hellinum Leiðarenda í landi Hafnarfjarðar. Þar hafa örverulífríki einnig orðið fyrir barðinu á ferðamönnum, sem hafa meðal annars krotað nöfn sín á húð hellisveggjanna.

Mikilvægi þess að takmarka ágang á svæðinu ætti að vera öllum ljóst. Það skiptir miklu máli hvernig staðið er að friðlýsingu á svæðinu til þess að tryggja vernd hellana til framtíðar. Að mati Landverndar er nauðsynlegt að Umhverfisstofnun hafi með höndum eftirlit með svæðinu til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu.

Við viljum kortlagningu á hraunhellum Íslands

Á sama tíma og við fögnum friðlýsingunni hvetjum við Umhverfisstofnun til þess að hafa frumkvæði að kortlagningu hraunhella á Íslandi þar sem verndargildi og þörf á friðlýsingum þeirra er metin. Þá þarf Umhverfisstofnun að taka afstöðu til þess með hvaða hætti er best að sjá til þess að hellarnir verði ekki eyðilagðir vegna ágangs ferðamanna.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.