loftslagshopurinn.fimmvodruhals.2020, landvernd.is

Við styðjum breytingar á lögum um loftslagsmál – umsögn

Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi um breytingar á lögum um loftslagsmál brautargengi.

Landvernd sendi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál (aukinn metnaður, gagnsæi og aðhaldmál). Umsögnina í heild sinni má finna neðst í greininni.

Ísland tveimur áratugum á eftir

Stjórn Landverndar styður áformin heilshugar og þakkar flutningsmönnum frumkvæðið. Segja má að Ísland sé tveimur áratugum á eftir mörgum grannþjóðunum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan grannþjóðirnar byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun.

Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt horfir nú til betri vegar. Þó hefur samdráttur í losun frá 2005 aðeins verið 8% í flokkum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það er vissulega lítið skref í rétta átt þegar aðeins 8 ár eru til stefnu til að ná markmiðinu árið 2030 um 55% samdrátt, eins og ríkisstjórnin hefur samþykkt, eða 70% minni losun eins og lagt er til í frumvarpinu.

Tími til aðgerða er stuttur. Því þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda árangurs, og frumvarpið, yrði það samþykkt, mun auka líkurnar á því að markmið um samdrátt í losun náist.

Mikilvægt að lögfesta markmið um samdrátt

Mjög mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt. Með því sýna stjórnvöld að þeim sé alvara með yfirlýstum markmiðum sínum en með því aukast einnig líkur á að markmiðin lifi af stjórnarskipti og möguleikar almennings til aðhalds, ef ríkisstjórnir standa ekki við markmiðin. Ef umhverfis- og samgöngunefnd fellst ekki á það metnaðarfulla markmið sem hér er sett fram um 70% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ætti hún hið minnsta að leggja til að Alþingi lögfesti yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt.

Áríðandi er að breytingar sem varða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum nái fram að ganga þannig að stjórnvöld séu skyldug til þess að leggja fram öll gögn sem liggja til grundvallar áætluninni en þessu hefur verið ábótavant hingað til. Aðhald og skynsamleg umræða er ekki möguleg ef gögn um forsendur og mat á áhrifum aðgerða eru ekki aðgengilegar.

Breytingar á loftslagsráði til bóta

Stjórn Landverndar telur einnig að þær breytingar sem lagðar eru til um loftslagsráð séu til mikilla bóta og eru í raun afar mikilvægar til þess að tryggja árangur í loftslagsmálum. Án virks aðhalds sjálfstæðs loftslagsráðs eru litlar líkur á að viðunandi árangur náist.

Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að samsetning loftslagsráðs hér á landi er önnur en hjá sumum grannþjóðum okkar. Til dæmis má vísa á loftslagsráð Danmerkur.  Í núgildandi lögum á Íslandi er gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar eigi aðild að ráðinu og það hindrar möguleika ráðsins að mynda sér óháða skoðun á aðgerðaáætlunum framtíðarinnar og leggja fram eigin hugmyndir um aðgerðir.

Við styðjum loftslagsvettvang

Stjórn Landverndar styður tillögu um loftslagsvettvang atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti á hverjum tíma. Á þessum vettvangi geta nýjar hugmyndir fæðst um aðgerðir og auka má gagnkvæman skilning á ólíkum viðhorfum og áhyggjum ólíkra aðila í samfélaginu.

Stjórn Landverndar hvetur umhverfis- og samgöngunefnd til þess að veita frumvarpi þessu brautargengi.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.