Sameinum krafta – Samráð náttúruverndar á Íslandi

Miðgarður, Úlfarsárdal Úlfarsárbraut 122-124, Úlfarsárdal, Iceland

Laugardaginn 10.febrúar stendur Landvernd fyrir samráðsfundi náttúruverndar sem ber yfirskriftina „Sameinum krafta - Samráð náttúruverndar á Íslandi“.

Free

Fuglaskoðun í Gróttu og Bakkatjörn

Landvernd og Fuglavernd sameina krafta sína í skemmtilegri göngu 2. apríl klukkan 18:30 - Farið verður í fuglaskoðun í Gróttu og Bakkatjörn. 

Opinn fundur – Afbygging stóriðju í Helguvík

Listasafn Reykjanesbæjar Duusgata 2, 230 Reykjanesbær, Ísland

Afbygging stóriðju í Helguvík - Opinn borgarafundur verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 - 19:30 í Listasafni Reykjanesbæjar. Fundurinn mun fjalla um stöðu kísilverksmiðjunnar í Helguvík og svæðisins, í tengslum við nærsamfélagið - mesta fjölmenningarsamfélag landsins -, samfélagið í heild, sjálfbærni, vernd náttúrunnar á svæðinu, Reykjanesi og almennt og virðingu fyrir henni og ímyndaðrar […]

Náttúruvernd og skipulagsmál – Hvernig höfum við áhrif?

Við bjóðum öllu náttúruverndarfólki á rafrænt örnámskeið þann 4. apríl. Námskeiðinu er ætlað að gera skipulagsmálin aðgengilegri og kenna hvernig allir geta haft áhrif. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og stjórnarkona í Landvernd verður með stutta fræðslu um náttúruvernd og skipulagsmál. Að henni lokinni verður veitt rými fyrir spurningar. Á örnámskeiðinu verður fengist við m.a. * […]

Félagar undirbúa aðalfund

Við í Landvernd höldum almennan félagsfund á zoom til að fara yfir og undirbúa gögn sem liggja fyrir aðalfundi.

Aðalfundur Landverndar 2024 – Auðlindir í almannaþágu

Gufunesbær - Hlaðan

Boðað er til aðalfundar Landverndar fimmtudaginn 23. maí. Húsið opnar 16:30 og hefst fundurinn á slaginu 17:00. Sjá allar upplýsingar um fundinn hér.   Skráning á aðalfund Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram.

Fuglar og flóra við Sogið – sumardagskrá Alviðru

Laugardaginn 8. júní kl. 14:00 -16:00 munu náttúrufræðingarnir  Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson  leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.

Smádýralíf við Sogið – Sumardagskrá Alviðru

Laugardaginn 15. júní kl. 14:00 mun Gísli Már Gíslason skordýrafræðingur, fræða okkur um heim skordýranna.
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum.