Aðalfundur Landverndar 2024 – Auðlindir í almannaþágu

Gufunesbær - Hlaðan

Boðað er til aðalfundar Landverndar fimmtudaginn 23. maí. Húsið opnar 16:30 og hefst fundurinn á slaginu 17:00. Sjá allar upplýsingar um fundinn hér.   Skráning á aðalfund Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram.

Fuglar og flóra við Sogið – sumardagskrá Alviðru

Laugardaginn 8. júní kl. 14:00 -16:00 munu náttúrufræðingarnir  Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson  leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.

Smádýralíf við Sogið – Sumardagskrá Alviðru

Laugardaginn 15. júní kl. 14:00 mun Gísli Már Gíslason skordýrafræðingur, fræða okkur um heim skordýranna.
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum.

Grjóthálsganga Landverndar – Heiðar í háska

Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki. Áætlað er að koma að Skarðshömrum síðdegis.

Veiðidagur í Soginu

Alviðra

Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.

Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?
Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu og prófa hvernig það er að standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.

Félagabíó Landverndar: Ozi – bjargvættur skógarins

Laugarasbio Laugarás, Reykjavík, Iceland

Landvernd, í samstarfi við Myndform og Laugarásbíó, býður félögum sérstakan afslátt á sýninguna Ozi - bjargvættur skógarins. Sýningin fer fram í Laugarásbíó, laugardaginn 21. september kl 13:00 og er sýningartími 87 mínútur.

Gagnvirk vinnustofa um loftslagsaðgerðir

Háskólinn i Reykjavik Menntavegur 1, Reykjavík, Iceland

Á vinnustofunni leiða Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir þátttakendur í gegnum ólíkar lausnir í aðgerðum í loftslagsmálum.