Málþing um áhrif vindorkuvera á náttúru
Náttúruverndarsamtök Austurlands og Landvernd bjóða til málþings um áhrif virkjunar vindorku á náttúru. Markmið fundarins er að fræðast um þau áhrif sem þessi aðferð til orkuöflunar kemur til með hafa á íslenska náttúru. Sérfræðingar á mismunandi sviðum munu flytja erindi og setjast í lok fundar í pallborð þar sem tekið verður við spurningum úr sal. […]