Veiðidagur í Soginu

Alviðra

Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.

Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?
Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu og prófa hvernig það er að standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.

Félagabíó Landverndar: Ozi – bjargvættur skógarins

Laugarasbio Laugarás, Reykjavík, Iceland

Landvernd, í samstarfi við Myndform og Laugarásbíó, býður félögum sérstakan afslátt á sýninguna Ozi - bjargvættur skógarins. Sýningin fer fram í Laugarásbíó, laugardaginn 21. september kl 13:00 og er sýningartími 87 mínútur.

Gagnvirk vinnustofa um loftslagsaðgerðir

Háskólinn i Reykjavik Menntavegur 1, Reykjavík, Iceland

Á vinnustofunni leiða Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir þátttakendur í gegnum ólíkar lausnir í aðgerðum í loftslagsmálum.

Kjósum nægjusemi

Loft Bankastræti 7, Reykjavik, Iceland

Kjósum nægjusemi er fræðslustund á vegum Landverndar og Neytendasamtakanna. Komdu og lærðu um nægjusemi og neysluhyggju!

FRÍTT INN