Grjóthálsganga Landverndar – Heiðar í háska
Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki. Áætlað er að koma að Skarðshömrum síðdegis.
Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki. Áætlað er að koma að Skarðshömrum síðdegis.
Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.
Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?
Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu og prófa hvernig það er að standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.
Sunnudaginn 25. ágúst verður fræðsluganga um jarðfræði Ingólfsfjalls og umhverfis. Að göngu lokinni er boðið uppá kaffi og með því í Alviðru.
Hlaupið verður frá Alviðru, niður að Þrastarlundi, undir brúna og hringur tekinn um Öndverðarnes. Öll velkomin!
Fimmtudaginn 5. september er félögum Landverndar boðið á fjarfund, þar sem Þuríður Helga Kristjánsdóttir mun fjalla um tengslarof náttúru og manns.
Gengið verður á Brekkukamb í Hvalfirði, en þar eru fyrirhuguð áform um vindorkuver í eigu erlends fyrirtækis. Áætlað er að gangan muni taka um 4 klst.
Landvernd, í samstarfi við Myndform og Laugarásbíó, býður félögum sérstakan afslátt á sýninguna Ozi - bjargvættur skógarins. Sýningin fer fram í Laugarásbíó, laugardaginn 21. september kl 13:00 og er sýningartími 87 mínútur.
Á vinnustofunni leiða Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir þátttakendur í gegnum ólíkar lausnir í aðgerðum í loftslagsmálum.
Mánudaginn 7. október er félögum Landverndar boðið á fjarfund, þar þau Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir leiða gagnvirka vinnustofu um loftslagsaðgerðir.
Ungir umhverfissinnar, ásamt Landvernd og fleiri systursamtökum, bjóða til COP RVK - hátíðs líffræðilegs fjölbreytileika og loftslags - laugardaginn 2. nóvember næstkomandi, í Iðnó.
Kjósum nægjusemi er fræðslustund á vegum Landverndar og Neytendasamtakanna. Komdu og lærðu um nægjusemi og neysluhyggju!
Kynslóð eftir kynslóð er spjall um nægjusemi milli ólíkra kynslóða. Leggja kynslóðirnar ólíkan skilning í þetta hugtak? Hver er staða nægjusemi í dag? Komdu og kynntu þér málið!