Fær náttúran nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins? Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til málþings um samspil náttúruverndar og borgarskipulags á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. verður leitast við að varpa ljósi á hvort náttúran fái nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Hvenær: Miðvikudaginn 9. júní 2021.
Hvar: Fundurinn er haldinn í Hannesarholti. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.
Dagskrá
9. júní 2021
15:00
Erindi
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
16:00
Spurningar og umræður
Þátttakendum býðst að spyrja framsögufólk spurninga í sal
16:30
Lok málþings
Fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Landverndar fyrir þá sem ekki komast á staðinn.