Horft yfir Reykjavík á vetrardegi, náttúran á höfuðborgarsvæðinu er ekki minna virði en önnur náttúra.

Viðburður: Fær náttúran nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins? Opið málþing

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Þann 9. júní 2021 efna Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands til málþings um samspil borgarskipulags og náttúruverndar.

Fær náttúran nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins? Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til málþings um samspil náttúruverndar og borgarskipulags á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. verður leitast við að varpa ljósi á hvort náttúran fái nóg rými í skipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Hvenær: Miðvikudaginn 9. júní 2021. 
Hvar: Fundurinn er haldinn í Hannesarholti. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.

Dagskrá

9. júní 2021

15:00
Erindi
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands

16:00
Spurningar og umræður
Þátttakendum býðst að spyrja framsögufólk spurninga í sal

16:30
Lok málþings

Fundurinn er haldinn í salnum Hljóðberg í Hannesarholti, Grundarstígur 10, 101 Reykjavík (gengið inn frá Skálholtsstíg). 

Fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Landverndar fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top