Viðburður: Hver ber ábyrgð á náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu? Opið málþing

Horft yfir Reykjavík á vetrardegi, náttúran á höfuðborgarsvæðinu er ekki minna virði en önnur náttúra.
Þann 21. apríl 2021 efna Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands til málþings um skipulag grænna svæða á og nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Hver ber ábyrgð á náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu? Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands efna til málþings um skipulag grænna svæða á og nálægt höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. verður leitast við að varpa ljósi á hver ber ábyrgð á framtíð þeirra.

Hvenær: Miðvikudaginn 21. apríl 2021. 
Hvar: Fundurinn er rafrænn. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.

Dagskrá

21. apríl 2021

15:00
Erindi
Náttúran í daglegu lífi borgarbúans
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur

Náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu – Hver er stefnan?
Dagur B. Eggertsoon, borgarstjóri Reykjavíkur
Ármann Kr. Einarsson, bæjarstjóri Kópavogs
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar

Gildi náttúru í nærsamfélaginu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins
Helena Guttormsdóttir, lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

16:00
Spurningar og umræður
Þátttakendum býðst að senda inn spurningar rafrænt.

16:30
Lok málþings

Fundarstjóri er Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar

Fundurinn er rafrænn. Útsending verður live á Facebook og notast verður við forritið Slido til þess að senda inn spurningar rafrænt.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd