Viðburður: Loftslagsmálin á mannamáli

loftslagsmal-nafn-a-vidburdi-landvernd
Loftslagsmálin eru mikið í umræðunni. Þann 21. september 2021 efnir Landvernd til fræðslufundar um loftslagsmálin á mannamáli.

Loftslagsvá, hamfarahlýnun, losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnishlutleysi og orkuskipti eru mikið rædd þessa dagana. En hvað þýðir þetta eiginlega, hvaða máli skipta loftslagsmálin og þurfum við eitthvað að stressa okkur á þessu?

Landvernd er með svörin við þessum spurningum og fleiri til. Við bjóðum til fundar og útskýrum þessi stóru og mikilvægu hugtök á mannamáli.
 

Hvenær: Þriðjudaginn 21. september 2021. 
Hvar: Fundurinn er haldinn á Zoom og verður streymt á Facebook síðu Landverndar. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.

Dagskrá

21. september 2021

15:30
Erindi
Loftslagsmálin í hnotskurn. Hvað þarf ég að vita?

Hvað þýðir að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum?

Getur Ísland í alvöru losnað við jarðefnaeldsneyti?

Hvernig get ÉG beitt þrýstingi og sett loftslagið í forgang?

17:00
Spurningar til sérfræðinga Landverndar
Í lok fundar verður hægt að spyrja sérfræðinga Landverndar nánar út í loftslagsmálin.

17:30
Lok fundar

Fundurinn er haldinn á Zoom og verður streymt á FB-síðu Landverndar. Hægt verður að senda inn spurningar á Zoom. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd