Mikið hefur verið fjallað um aðgerðir og markmið í loftslagsmálum undanfarin ár.. en er Ísland að sjá raunverulegan árangur í loftslagsmálum?
Landvernd og Ungir umhverfissinnar efla til fundar um málið og velta fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld fái falleinkunn þegar kemur að árangri í loftslagsmálum.
Á fundinum verða kynntar nýjustu losunartölur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá árinu 1990 til 2020. Þá verður einnig bent á leiðir sem blasa við til að ná árangri í loftslagsmálum með öflugri aðgerðum og markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda eins og hvernig losa þurfi Ísland við jarðefnaeldsneyti árið 2035
Dagskrá
16:00
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990 – 2020
Rafn Helgason, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfisstofnun
Ákall til aðgerða í loftslagsmálum
Finnur Ricart Andrason, Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Jarðefnaeldnseytislaust Ísland 2035
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, meðlimur í stjórn Landverndar
16:40
Spurningar úr sal
17:10
Fundið lokið
Góður tími verður fyrir spurningar og umræður að loknum erindum.
Viðburðurinn verður haldinn á Íslensku. Nauthóll er aðgengilegur fyrir hjólastóla.
Fundinum verður einnig streymt á FB-síðum Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Fundinum verður einnig streymt á FB-síðum Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Verið hjartanlega velkomin!