Viðburður: Vindorka – náttúran í annað sæti?

vindorkuver vindmylla solsetur
Um land allt eru áform um tugi vindorkuvera. Þann 21. október 2021 efna Landvernd og SUNN til fundar um áhrif vindorku á náttúruna.

Um land allt eru uppi áform um tugi vindorkuvera, sem gætu allt að því þrefaldað núverandi raforkuframleiðslu okkar Íslendinga, gengju þau eftir.

Vindorkan getur verið mikilvæg þegar kemur að því að kljást við loftlagasvandann en áhrif vindorkuvera á náttúruna eru mikil og óafturkræf.

Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) blása til fundar og velta fyrir sér hvort vindorkan setji náttúruna á Íslandi í annað sæti?
 

Hvenær: Fimmtudaginn 21. október 2021. 
Hvar: Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu og verður streymt á Facebook síðum Landverndar og SUNN. Sjá nánar á Facebook viðburði hér.

Dagskrá

21. október 2021

16:00
Erindi

Inngangur um vindorku og umhverfið
Egill Þórarinsson, Skipulagsstofnun

Áhrif á fuglalíf
Hálfdán Helgi Helgason, Náttúrustofa Austurlands

Áhrif á landslag
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor við Listkennsludeild LHÍ
Edda R.H. Waage, lektor í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Áhrif á náttúru- og menningarminjar

17:00
Spurningar 

17:30
Lok fundar

Fundurinn er haldinn á haldinn í Norræna húsinu og verður streymt á FB-síðu Landverndar og SUNN. Spurningar verða í lok fundar

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd