
- This viðburður has passed.
Upp á Ingólfsfjall

Ganga upp á Ingólfsfjall og notalegheit með kakó og kleinum.
Síðbúin Jónsmessuganga að Inghól og norður eftir fjallinu, niður að Torfastöðum og til suðurs meðfram fjallshlíðinni að Alviðrubænum.
Ingólfsfjall
er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi og að Torfastöðu, sem er nokkuð brattari niðurleið. Fjallið er „bæjarfjall“ Selfyssinga og þangað sækja þeir neysluvatn sitt.
Ingólfsfjall er nefnt eftir Ingólfi Arnarsyni sem talinn er hafa verið fyrstur til að nema varanlega land á Íslandi. Hafði hann i vetursetu undir Ingólfsfjalli á leið til Reykjavíkur, að því er segir í Landnámu, og flutti frá Reykjavík gamall maður aftur að fjallinu og lauk þar ævidögum sínum
Gengið verður frá bænum Alviðru
Hér má finna saðsetningu Alviðru á korti
eftir merktri gönguleið um gönguskarð ofan við bæinn og upp að Inghól, þar sem Ingólfur landsnámsmaður var heygður. Þaðan er afar víðsýnt á góðum degi. Gangan upp er brött og nokkuð erfið en gönguleiðin á fjallinu er auðveld. Frá Inghól verður gengið norður eftir Ingólfsfjalli og komið niður á móts við Torfastaði. Það er nokkuð brött leið og því gott að hafa göngustaf með til að styðjast við. Þegar niður er komið er gengið til suðurs meðfram fjallinu að Alviðrubænum. Ætla má að gangan taki 4 til 6 klukkustundir.
Munið göngustaf, haldgóða skó, hlífðarföt og nestisbita. Leiðsögumaður er Tryggvi Felixson fv. formaður Landverndar sem oft hefur gengið á fjallið.
Boðið verður upp á kakó og kleinur í bænum að aflokinni göngu.
Þeim sem ekki treysta sér á fjallið er bent á ákaflega áhugaverða, fallega, vel merkta og auðfarna gönguleið um Öndverðarnes II meðfram Soginu og Hvítá. Leiðbeiningar um þessa gönguleið verða veittar í Alviðru áður en gangan á fjallið hefst.
Alviðra er friðland og fræðslumiðstöð Landverndar. Öndverðarnes II er eign Árnesinga og er einnig friðland með merktum gönguleiðum og opið almenningi.
Í sumar stendur Alviðra fræðslusetur Landverndar fyrir öðrum skemmtilegum og fræðandi viðburðum. Dagskrá sumarsins er hér á síðu Landverndar
viðburð má finna hér á facebooksíðu Alviðru