Vigdís Finnbogadóttir – verndari Landverndar

Vigdís Finnbogadóttir er verndari Landverndar.

Árið 2002 varð Vigdís Finnbogadóttir við ósk Landverndar að gegna hlutverki sem verndari samtakanna. Frá þeim tíma hefur Vigdís lagt Landvernd lið með því að taka þátt í fjölmörgum viðburðum samtakanna og tala fyrir náttúruverndarsjónarmiðum. Forsvarsmenn Landverndar eiga reglulega fundi með Vigdísi þar sem farið er yfir helstu atriði í starfinu og rætt um leiðir til að efla vitund og skilning á umhverfisvernd. Vigdís hefur verið Landvernd bæði ráðholl og hvetjandi. 

„Hafa verður náttúruvernd í heiðri allar stundir“

Við fræðslusetur Landverndar að Alviðru í Ölfusi undir Ingólfsfjalli hafa samtökin sýnt Vigdísi þakklæti og virðingu með því að gróðursetja birki í Vigdísarrjóður. Í júní 2005 kom stjórn samtakanna saman í Alviðru í Ölfusi til að gróðursetja 75 bjarkir sem nú mynda Vigdísarrjóður. Rjóðrið á að vera skjól þeim börnum sem í framtíðinni heimsækja fræðslu og útivist í Alviðru. 90 bjarkir voru gróðursettar í tilefni af afmæli Vigdísar 2020. 

Vigdís Finnbogadóttir styður hálendisþjóðgarð

Vigdís bíður eftir því að það verði samþykkt að gera hálendið að þjóðgarði. 

„Hálendið á Íslandi á auðvitað að verða að þjóðgarði. Þjóðgarðar eru þekktir út um allan heim og ef farið er að spilla þeim þá eru margir sem koma til með að mótmæla, ekki aðeins þjóðin sjálf heldur fólk úti í heimi sem ekki vill eyðileggja jörðina. Ég bara bíð eftir því að það verði sem allra fyrst samþykkt að gera hálendið að þjóðgarði.“ 

Miðhálendi Íslands er einn mesti fjársjóður landsins. Þjóðgarður á miðhálendi Íslands myndi tryggja vernd þessa svæðis og um leið gæti hann skapað mörg tækifæri til náttúrufræðslu, útivistar og atvinnusköpunar í landinu.

Ljósmynd: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Landverndar fagnar nú 90 ára afmæli, Landvernd sendir henni heillaóskir og þakkir fyrir stuðning á liðnum áratugum. landvernd.is

Bjarkir gróðursettar í Vigdísarrjóður til heiðurs verndara Landverndar

Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Landverndar fagnar nú 90 ára afmæli, Landvernd sendir henni heillaóskir og þakkir fyrir stuðning á liðnum áratugum. Samtökin koma til með ...
Vigdís Finnbogadóttir á 75 ára afmæli sínu í Vigdísarrjóðri í Alviðru

Vigdísarrjóður í Alviðru

Vigdís Finnbogadóttir kom í Alviðru í gær, 9. júní, til að taka þátt í gróðursetningu í Vigdísarrjóðri sem er afmæliskveðja Landverndar til Vigdísar.
Vigdís Finnbogadóttir 2005

Til hamingju með afmælið Vigdís

Stjórn Landverndar óskar verndara Landverndar, Vigdísi Finnbogadóttur, til hamingju með 75 ára afmælið.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.