Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi, landvernd.is

Vindmyllur

Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.

Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.

Áætlanir eru lengra komnar á Hafinu, en þar er gert ráð fyrir um 80 vindmyllum á 34 km2 svæði sem myndu skila allt að 200 MW. Hver vindmylla yrði 70-80 m á hæð, ekki ósvipað Hallgrímskirkju í Reykjavík, auk þess sem spaðar myndu ná upp í 110 m. Virkjanasvæðið gæti rúmað tæplega 5000 fótboltavelli, en áhrifasvæðið yrði mun stærra vegna sjónrænna áhrifa vindmyllanna.

Þrátt fyrir að þetta svæði sé þegar mikið raskað af virkjanaframkvæmdum og orðið mjög manngert, þá er stærð virkjanasvæðisins gríðarlega stórt, eða rúmlega helmingur af stærð Hálslóns við Kárahnjúka. Sérstaklega má gagnrýna hversu nálægt „anddyri„ Fjallabaks vindmyllubúgarðurinn er teiknaður. Þannig nær framkvæmdasvæðið nærri því að afleggjaranum inn í Dómadal, að Sölvahrauni og langleiðina inn í Áfangagil. Áhrif þess á upplifun ferðamanna sem keyra Dómadalsleið er stórt umhugsunaratriði, en umhverfisáhrif hafa ekki verið metin.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.