Leitarniðurstöður

Uppbyggður Kjalvegur

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um heilsársveg um Kjöl. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað gegn uppbyggðum vegi yfir Kjöl þar sem slík framkvæmd myndi gjörbreyta upplifun ferðamanna. Í ályktuninni segir m.a.: „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir.“ Ferðaklúbburinn 4×4 er einnig andsnúinn hugmyndum um uppbyggingu Kjalvegar vegna sjón- og hávaðamengunar sem honum fylgja. Þá telur félagið að heilsársvegur myndi svipta hálendið sérkennum sínum.

Skoða nánar »
Víðerni Sprengisands eru í hættu vegna stóriðjulínu, landvernd.is

Sprengisandur

Á Svæðisskipulagi miðhálendisins er gert ráð fyrir tengingu raforkukerfisins milli Þjórsársvæðisins og byggðalínunnar á Norðurlandi, þ.e.a.s. með háspennulínu yfir Sprengisand. Landsnet hefur þetta til skoðunar. Í drögum að landsskipulagi til 2024 er gert ráð fyrir mannvirkjabelti yfir Sprengisand sem myndi kljúfa hálendið í tvennt. Í sama skipulagi er fjallað um verndargildi svæðisins: „Víðerni bjóða upp á einstaka upplifun sem sífellt færri landsvæði á heimsvísu geta boðið upp á. Mikilvægt er því að vernda íslensk víðerni. Mikilvægt er að almenningur geti notið þeirrar sérstöðu sem hálendið hefur upp á bjóða, án þess að á hana sé gengið.“

Skoða nánar »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Skaftá

Vatnasvið Skaftár-Tungufljóts er meðal verðmætustu svæða landsins m.t.t. menningarminja, jarðminja, vatnafars, tegunda lífvera, vistkerfa, jarðvegs, landslags og víðerna.

Skoða nánar »
Hrafnabjargafoss, verndum fossana, landvernd.is

Skjálfandafljót

Landsvirkjun hefur fengið leyfi til að rannsaka möguleikann á virkjun Skjálfandafljóts, en fljótið er meðal verðmætustu svæða landsins m.t.t. landslags og víðerna. Fljótshnjúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjun myndu þurrka Aldeyjarfoss sem löngum hefur þótt einn af fallegri fossum landsins með einstakri stuðlabergsumgjörð. Með Hrafnabjargavirkjun yrði sökkt enn einu stóru gróðursvæði á hálendinu með 25 km löngu miðlunarlóni. Hér er því um gríðarlega verðmætt svæði að ræða og æskilegt væri að friðlýsa Skjálfandafljót frá upptökum til ósa. Á vatnasviði Skjálfandafljóts er að finna stórbrotnar náttúruminjar eins og Aldeyjarfoss, Laufrönd og Neðribotna, Ingvararfoss, Hrafnabjargafoss, Goðafoss, Þingey, Skuldaþingsey, votlendi á Sandi og Sílalæk í Aðaldal, Gæsavötn við Gæsahnjúk, Tungnafellsjökul, Gjallanda og Vonarskarð. Í Króksdal, þar sem Skjálfandafljót hefur ferð sína frá hálendinu til sjávar, vex birki hvað lengst inni til landsins. Þarna er hálendið óvenju tegundaauðugt miðað við hæð yfir sjó.

Skoða nánar »
Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi, landvernd.is

Vindmyllur

Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.

Skoða nánar »