Stóra-Laxá er í hættu, verndum náttúruna, afþökkum stóriðju, landvernd.is
Stóra-Laxá er í hættu á að vera virkjuð.

Uppi eru áform um að virkja Stóru-Laxá. Er hún flokkuð í biðflokk rammaáætlunar. 

Landsvirkjun vill virkja Stóru-Laxá ofan Laxárgljúfra. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar er reiknað með að gljúfrin sem slík verði ósnortin en vatnsmagn muni minnka. Þá er gert ráð fyrir að hleypa verði vatni framhjá virkjuninni til að tryggja fiskgengd í Laxárgljúfrum, en laxveiði er í Stóru-Laxá og efstu veiðistaðir neðarlega í Laxárgljúfrum. óvíst er um áhrif virkjunarinnar á laxveiði.

Virkjun Stóru-Laxár mun fylgja mikil röskun á landi ofan Laxárgljúfra í nágrenni Helgaskála. Á svæðinu eru fyrir tvær samsíða 220kV háspennulínur sem liggja frá Sultartanga að Brennimel í Hvalfirði. Virkjanaframkvæmdir myndu fela í sér fjögur uppistöðulón, alls 12,5 km2 að stærð. Stærsta lónið, Illugaverslón 6,7 km2, yrði helsta miðlunarlónið fyrir virkjunina. Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru lítt þekkt á þessari stundu, en ljóst má vera að hún gjörbreytir ásýnd svæðisins ofan Laxárgljúfra.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

Scroll to Top