Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi, landvernd.is

Vindmyllur

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.

Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.

Áætlanir eru lengra komnar á Hafinu, en þar er gert ráð fyrir um 80 vindmyllum á 34 km2 svæði sem myndu skila allt að 200 MW. Hver vindmylla yrði 70-80 m á hæð, ekki ósvipað Hallgrímskirkju í Reykjavík, auk þess sem spaðar myndu ná upp í 110 m. Virkjanasvæðið gæti rúmað tæplega 5000 fótboltavelli, en áhrifasvæðið yrði mun stærra vegna sjónrænna áhrifa vindmyllanna.

Þrátt fyrir að þetta svæði sé þegar mikið raskað af virkjanaframkvæmdum og orðið mjög manngert, þá er stærð virkjanasvæðisins gríðarlega stórt, eða rúmlega helmingur af stærð Hálslóns við Kárahnjúka. Sérstaklega má gagnrýna hversu nálægt „anddyri„ Fjallabaks vindmyllubúgarðurinn er teiknaður. Þannig nær framkvæmdasvæðið nærri því að afleggjaranum inn í Dómadal, að Sölvahrauni og langleiðina inn í Áfangagil. Áhrif þess á upplifun ferðamanna sem keyra Dómadalsleið er stórt umhugsunaratriði, en umhverfisáhrif hafa ekki verið metin.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top