Bréf til ráðherra um ákvörðun ESA vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum um umhverfismat
Landvernd hvetur íslensk stjórnvöld til að una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir vegna brota íslenska ríkisins á EES reglum og leggja fyrir Alþingi tillögu um að fella tafarlaust úr gildi þau lög sem stangast á við reglurnar. Jafnframt telur Landvernd ákvörðun ESA sýna skýrt gildi þess að virða ákvæði Árósamningsins um aðkomu almennings að opinberri ákvarðanatöku.