Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur sýnt hversu jákvæð áhrif friðlýsingar og þjóðgarðar hafa á samfélög og atvinnulíf, landvernd.is

Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul

Landvernd telur eðlilegt að stækka þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um friðlandið Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hann. Þannig næst eðlileg samfella friðlýstra svæða á Snæfellsnesi.

Stækkum þjóðgarðinn Snæfellsjökul að veginum um Fróðárheiði og um Búðahraun eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn.

Umsögn stjórnar Landverndar um áform um stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, send Umhverfisstofnun  22. apríl 2020

Stjórn Landverndar fagnar boðuðum áformum um stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og þakkar Umhverfisstofnun fyrir gott starf undanfarin ár til að efla verndun náttúru og bæta aðgengi og þjónustu í  þjóðgarðinum. Það er einnig fagnaðarefni hve samstarfið við aðliggjandi sveitarfélög hefur tekist vel.  

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull dæmi um vel heppnaðan þjóðgarð

Snæfellsjökull er afar mikilvægur fyrir alla Íslendinga og alveg sérstaklega þá sem sjá hann í sínu daglega lífi.  Hann er tákn fyrir kyngimagnaða náttúru og yfirskilvitlega atburði en varð í nýlega einnig tákn fyrir forgengileika þar sem líkur eru á að hann hverfi fyrir árið 2050 vegna hamfarahlýnunar.  Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull gegnir því afar mikilvægu hlutverki langt út fyrir mörk sín og langt inn í framtíðina. Starfsemi í þjóðgarðinum bíður upp á tækifæri til að efla skilning á hættulegum breytingum á loftslagi af mannavalöldum. Það tækifæri þarf að nýta.

Snæfellsjökull er nú vinsælt útvistarsvæði og umferð um jökulinn fer vaxandi. Vart hefur verið við að vélaumferð á jöklinum trufli þá sem kjósa að ganga á jökulinn og njóta kyrrðar. Landvernd telur mikilvægt er að taka á þessu máli og finna leiðir til að draga úr árekstrum ólíkra hópa sem nýta jökullinn til útvistar. Reglur sem settar hafa verið virðast ekki hafa verið virtar. Það kann að stafa að því að þær hafa ekki verið nægjanlega vel kynntar og ekki hafa verið settar upp merkingar á aðkomuleiðum að jöklinum. Þá vill Landvernd benda á það lýti sem er af gömul skíðalyftumannvirkjum við jaðar jökulsins. Þau haf ekki verið notuð í mörg ár og ekki fyrirsjáanlegt að þau verði tekin í notkun. Það er því löngu tímabært að fjarlæga þessi mannvirki. 

Landvernd telur að stækkunin sé til bóta fyrir þjóðgarðinn en telur að rökstuðningi fyrir nákvæmlega þessari stækkun vanti.  Ljóst er að ekki eru allir á eitt sáttir um friðlýsingar og því er mikilvægt að rökstyðja vel þegar verið er að stækka friðlýst svæði.  Landvernd telur því að í auglýsingu hefði þurft að koma fram hvaða gildi stækkunin hefur fyrir náttúruvernd og fyrir gesti þjóðgarðsins og hvaða náttúruverðmæti innan fyrirhugaðrar stækkunar þarfnast verndar.    

Þá hafa verið í umræðunni mun umfangsmeiri stækkanir en hér er auglýst. Til dæmis í vinnu að náttúruverndaráætlun 2004-2008 þar sem lagt var til að stækka þjóðgarðinn að Fróðárheiði og út með utanverðu Snæfellsnesi. Þá segir jafnframt í stjórnar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að:

„Ef litið er til nærliggjandi náttúruverndarsvæða og landslagsheilda er æskilegt að framtíðarmörk þjóðgarðsins liggi um Fróðárheiði. Stærra svæði skapar betri heild en um leið er nauðsynlegt að skipta landnotkun nánar eftir svæðum innan þjóðgarðsins þar sem taka þarf tillit til fleiri og margþættari landnotkunar en nú er gert, s.s. landbúnaðar, sumarhúsabyggðar, sjósóknar og friðunar. Ef af slíkri stækkun verður kallar það á gott samstarf og samráð við alla hagsmunaaðila.“

Það er því beinlínis stefna þjóðgarðsins að stækka hann mun meira en lýst er í núverandi áformum.  Utan vert Snæfellsnes allt er á náttúruminjaskrá (svæði 223) og Landvernd telur að með því að draga mörk þjóðgarðsins eftir mörkum svæðis 223 á náttúruminjaskrá og um friðlandið Búðahraun, næðist einstök heild fjölbreyttra náttúruminja sem styrkja Þjóðgarðinn, auðvelda kynningu, vernd, sjálfbæra nýtingu og stýringu en fælu líka í sér spennandi áskoranir með samvinnu við íbúa svæðisins.  Auðvelt er að rökstyðja stækkun þjóðgarðsins um svæði sem þegar njóta verndar.

Stækkun þjóðgarðs fagnaðarefni

Stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er fagnaðarefni og mikilvægt gæfuspor fyrir þjóðina alla. Þó telur stjórn Landverndar óljóst hverju þessi litlu stækkun sem hér um ræðir á að skila.  Landvernd telur að heldur eigi að nota tækifærið og stækka þjóðgarðinn að veginum yfir Fróðárheiði og út með utan verðu nesinu eins og lýst er í stjórnunar- og verndaráætlun. Friðlýsingarferli er tímafrekt með óeðlilega langa umsagnarfresti og því hefði mátt spara bæði tíma og vinnu hjá Umhverfisstofnun með því að gera tillögu um að taka stærra skref í friðlýsingu sem sterk rök eru fyrir.

Landvernd vill nota tækifærið til að þakka friðlýsingarteymi Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis fyrir góða vinnu síðastliðna mánuði.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Ítarefni
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Verndaráætlun 2010-2020

Fyrri umsagnir

No products were found matching your selection.

Taktu afstöðu með náttúrunni, gakktu í lið með Landvernd

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.