Strokkur er einstakur á heimsmælikvarða, hann er á Geysissvæðinu sem nú stendur til að friðlýsa, landvernd.is

Friðlýsing Geysis er mikið fagnaðarefni

Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Geysissvæðisins sem náttúruvætti og telur það mikið heillaskref.

Umsögn send Umhverfisstofnun þann 21. apríl 2020

Umsögn Landverndar um tillögu að friðlýsingu Geysis í Bláskógabyggð

Stjórn Landverndar fagnar innilega tillögu að friðlýsingu Geysis í Bláskógabyggð sem náttúruvættis í samræmi við ákvæði 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Landvernd styður tillöguna heilshugar.  

Það er löngu tímabært að friðlýsa Geysi og raunar merkilegt að það skuli ekki hafa verið gert fyrir áratugum síðan.  Nú verður tryggt að komandi kynslóðir geti notið stórbrotinnar fegurðar og krafts Geysis um ókomna tíð. 

Eins og fram kemur í auglýsingu um friðlýsinguna er um einstakt svæði að ræða sem á sannarlega skilið þá vernd, stýringu og sjálfbæru nýtingu sem af friðlýsingu hlýst. Með verndun, vönduðum innviðum og góðri umgengni getur Geysissvæðið haldið áfram að skapa Íslendingum tækifæri í ferðaþjónustu. En fyrst og fremst á að vernda það vegna „sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða“ eins og segir í auglýsingu.

Friðlýsing og verndun á Geysi er fagnaðarefni og mikilvægt gæfuspor fyrir þjóðina og og raunar mun fleiri. Nafnið „Geysir“ er komið inn í aðrar tungur sem sýnir vel hug erlendra þjóða til Geysis.  

Að lokum vill stjórn Landverndar benda á greinagóða og ítarlega umsögn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands um friðlýsinguna.  Landvernd tekur undir það sem þar kemur fram, sérstaklega varðandi fjölda fulltrúa í samstarfsnefnd og um aðgát vegna ágengra tegunda. 

Landvernd þakkar góða vinnu friðlýsingarteymis Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins. 

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjór

Fyrri umsagnir

Klausturselsvirkjun

Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Nýlegar umsagnir

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira
Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira
Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top