3. áfangi rammaáætlunar
Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.
Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.
Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu umsögn um fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um fiskeldi.
Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ákvarðanir vinni út frá hagsmunum þjóðarinnar og láti umhverfi og náttúru njóta vafans.
Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af þeim áformum.
Íslensk náttúra er það sem helst laðar ferðafólk til Íslands. Ný ferðamálastefna til 2030 er í undirbúningi og þar er kveðið á um að ferðaþjónustunni sé ætlað að vera þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Landvernd fór yfir tillögur að þeim aðgerðum lagðar eru til.