ferdamalastefna_landvernd_vefur

Ferðamálastefna

Íslensk náttúra er það sem helst laðar ferðafólk til Íslands. Ný ferðamálastefna til 2030 er í undirbúningi og þar er kveðið á um að ferðaþjónustunni sé ætlað að vera þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Landvernd fór yfir tillögur að þeim aðgerðum lagðar eru til.

Mótun ferðamálastefnu er stórt verkefni og því er einstaklega mikilvægt að vel takist til og að verndun náttúrunnar verði þar í öndvegi. 

Í drögum að nýrri ferðamálastefnu vantar þó skýrari áherslu á að náttúran skuli ávallt njóta vafans og að framkvæmdir allar og áætlanir taki mið af því.

Landvernd telur vanta kortlagningu svo heildaryfirlit fáist um stöðu íslenskrar náttúru til að takast á við það verkefni að taka á móti fjölda ferðamanna. Slík kortlagning gæti nýst til þess að dreifa ferðamönnum betur um landið og verja þar með þau landsvæði sem hafa þolað mestan ágang.

Náttúra Íslands, landið sjálft, ósnortnir hlutar þess og saga íslenskrar náttúru er það langbesta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Varðveislugildi náttúrunnar þarf að kynna ferðamönnum vandlega og sömuleiðis hvernig Ísland ætlar að varðveita náttúrugæðin til langrar framtíðar.

Ísland býr yfir meiri náttúru og víðernum en flest önnur lönd. Landvernd leggur til að í kynningu landsins verði rík áhersla lögð á jarðfræði, sérstaka jarðsögu landsins, náttúruhamfarir, vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni. 

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.