Karlmaður í forgrunni, heldur á grænum atkvæðaseðli upp í loftið. Aðalfundur Landverndar er haldinn ár hvert.

Aðalfundur Landverndar 2021 haldinn 12. júní

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Aðalfundur Landverndar 2021 fer fram í Reykjavík laugardaginn 12. júní nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.

Aðalfundur Landverndar 2021

Aðalfundur Landverndar verður haldinn 12. júní 2021 kl. 11. Nánari dagskrá og útfærsla verður kynnt þegar nær dregur. Verið getur að fundurinn verði fjarfundur og eingöngu brýnustu mál samtakanna verði afgreidd á fundinum. Innskráning og afhending atkvæðaseðla hefst kl. 10:30.

Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun.

Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn fyrirfram.

Í stjórn Landverndar sitja tíu manns. Á aðalfundi 2021 verður kosið um formann stjórnar til tveggja ára og fjóra stjórnarmenn til tveggja ára. 

Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram á fundinum. Þeir sem vilja tilkynna um framboð fyrirfram eru beðnir um að senda tölvupóst á ghg (hjá) hi.is. 

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Við minnum á að þau sem enn skulda félagsgjöld verða að hafa greitt þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt verður að greiða félagsgjöld á fundinum.

Dagskrá aðalfundar Landverndar

Nánari dagskrá aðalfundar Landverndar verður auglýst síðar. 

Kveðja, stjórn Landverndar. 

 

Þessi grein hefur verið uppfærð

Fréttin var uppfærð 3. maí 2021.
Aðalfundur Landverndar verður haldinn 13. maí 2021 kl. 11.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top